Hvíldartími og ekki hvíldartími...

Ég ætla ekki að atast út í þennan lögboðna hvíldartíma þótt margt megi um hann segja, en langar á móti að drepa niður fingri við þessa setningu:

 > Með þeirri háttsemi hafi hann aukið á þá hættu sem stór og þung flutningatæki skapi á vegum úti með því að aka allt upp í rúmlega ellefu klukkustundir samfleytt án hvíldar. <

 Hér er semsagt mönnum gert fullkunnugt af Hæstarétti Íslands að það skapi hættu að aka allt upp í rúmlega ellefu klukkustundir samfleytt án hvíldar.

Ef við nú skiptum út „aka“ með „sinna sérfræðistörfum“, "stór og þung flutningatæki ... á vegum úti“ með „hnífar og önnur eggvopn ... við slík störf“ og „ellefu“ með „átján“ fáum við þessa setningu

> Með þeirri háttsemi hafi hann aukið á þá hættu sem hnífar og önnur eggvopn skapa við slík störf með því að sinna sérfræðistörfum allt upp í rúmlega átján klukkustundir samfleytt án hvíldar. <

Sem á algerlega við það sem læknar þurfa að þola hérlendis. Og nú er mér spurn - hversvegna eiga þessi lög ekki við um lækna og hjúkrunarfólk almennt? (Reyndar eiga þau við lækna og hjúkrunarfólk almennt, en hversvegna er þeim ekki fylgt eftir?)


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta ákvæði um hvíldartíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ég veit hvernig keyrsla með langan og þungan semi dregur úr manni máttinn svona kl14-15. En nú vilja þeir fá strandferðaskip en skipafélögin eru búin að fjárfesta í bílum og aðstöðu og vilja ekki. Eru þeir ráðherrar eða er ráðherra ekki ráðherra? Allt ber vott um kjaftæði og þjark og spillingu, en ekki lausnir á vandamálum sem ætti að vera hagstæðara en kjaftæðið. Færðu nokkra heila brú í hvað ég skrifa? Ekki? Þetta er þjóðarbullið í dag.

Eyjólfur Jónsson, 9.6.2010 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband