Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Veturinn nálgast - kominn tími á yfirferð

Það eru enn margir létthjólamenn á ferðinni og verða eflaust framundir áramót.

Nú er lag að benda á að það er kominn tími á að yfirfara hjólið fyrir veturinn. Olíuskipti er best að framkvæma áður en það verður of kallt fyrir olíuna. Kíkja á dekkin og legurnar. Lítilsháttar slitnar legur þurfa ekki endilega að vera hættulegar þegar það er þurrt og gott veður, en geta orðið býsna hættulegar þegar kólnar og grip minnkar. Léleg dekk sömuleiðis.

Svo vil ég nota tækifærið og minna þá sem eru hjólandi án hlífðarfatnaðs að það er ekkert sniðugt til lengdar. Ég hef tvisvar farið í götuna, og í bæði skiptin brotnað. Annað skiptið viðbeinsbrotnaði ég - á mjög lítilli ferð. Hitt skiptið hnúabrotnaði ég. Í bæði skiptin vantaði viðunandi hlífðarfatnað fyrir þann líkamspart sem bar skaða af.

Á 50KM hraða er hægt að detta frekar illa. Ekki bætir úr skák að allt í kringum mann eru stærri og frekari faratæki sem sýna hjólamönnnum oft á tímum ekki viðhlítandi tillitssemi. Það getur skapað hættuástand þar sem hlífðarfatnaður getur skipt sköpum um hvort úr verði óhapp, eða stórslys.

Létthjólamenn - klæðið ykkur fyrir fallið - ekki ferðina.


Um bloggið

Léttir fararskjótar

Blogg um létta fararskjóta (Vespur, Scootera, Mótórhjól)

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband