3.6.2010 | 22:14
Hvíldartími og ekki hvíldartími...
Ég ætla ekki að atast út í þennan lögboðna hvíldartíma þótt margt megi um hann segja, en langar á móti að drepa niður fingri við þessa setningu:
> Með þeirri háttsemi hafi hann aukið á þá hættu sem stór og þung flutningatæki skapi á vegum úti með því að aka allt upp í rúmlega ellefu klukkustundir samfleytt án hvíldar. <
Hér er semsagt mönnum gert fullkunnugt af Hæstarétti Íslands að það skapi hættu að aka allt upp í rúmlega ellefu klukkustundir samfleytt án hvíldar.
Ef við nú skiptum út aka með sinna sérfræðistörfum, "stór og þung flutningatæki ... á vegum úti með hnífar og önnur eggvopn ... við slík störf og ellefu með átján fáum við þessa setningu
> Með þeirri háttsemi hafi hann aukið á þá hættu sem hnífar og önnur eggvopn skapa við slík störf með því að sinna sérfræðistörfum allt upp í rúmlega átján klukkustundir samfleytt án hvíldar. <
Sem á algerlega við það sem læknar þurfa að þola hérlendis. Og nú er mér spurn - hversvegna eiga þessi lög ekki við um lækna og hjúkrunarfólk almennt? (Reyndar eiga þau við lækna og hjúkrunarfólk almennt, en hversvegna er þeim ekki fylgt eftir?)
![]() |
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að brjóta ákvæði um hvíldartíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit hvernig keyrsla með langan og þungan semi dregur úr manni máttinn svona kl14-15. En nú vilja þeir fá strandferðaskip en skipafélögin eru búin að fjárfesta í bílum og aðstöðu og vilja ekki. Eru þeir ráðherrar eða er ráðherra ekki ráðherra? Allt ber vott um kjaftæði og þjark og spillingu, en ekki lausnir á vandamálum sem ætti að vera hagstæðara en kjaftæðið. Færðu nokkra heila brú í hvað ég skrifa? Ekki? Þetta er þjóðarbullið í dag.
Eyjólfur Jónsson, 9.6.2010 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.