Uppfærsla, alveg ókeypis.

Undanfarna mánuði, eða síðan skólinn byrjaði, hef ég verið að nota Windows Vista á ferðatölvunni minni. Það hafa verið fyrir því ýmsar ástæður, m.a. að vera með sambærilegan hugbúnað og hópurinn sem maður vinnur með. Hinsvegar hefur Vista eins og Windows er svo gjarnan von og vísa farið rotnandi og myglandi, og er nú svo komið að það að nota vélina í meira en klukkustund samfellt verður til þess að hún er orðin hægari en gamalmenni í göngugrind (ekkert illt um eldriborgara með hjálprartæki..)

Því var kominn tími á uppfærslu

Þá stóð spurningin eftir - hvernig er hægt að uppfæra úr nýjasta stýrikerfi Microsoft ?

Jú, með því að fá enn nýrra stýrikerfi - frá einhverjum öðrum.

Fyrir valinu varð openSuSE Linux 10.3 sem fáanlegt er fyrir allar algengar vélagerðir, þmt. 32- og 64-bita PC vélar, Macintosh vélar með PPC og Intel örgjörva m.m.

Niðurhalið er rétt rúm 4GB (DVD diskmynd). Þegar búið var að brenna myndina á DVD disk, þá tók við innsetningin. Það skal tekið fram að ferðavélin mín er ærið sérstök. Toshiba Tecra M4, TabletPC tölva. Merkilegt nokk, þá þekkti innsetningarforritið allan vélbúnað. Þráðlaust net, Blátönn, USB og eldvír, allt með besta móti. Það eina sem ég þurfti að virkja sérstaklega var Wacom hlutinn í skjánum, og þar þurfti til örfáa músarsmelli.

Magnað.

Nú er keyrandi á vélinni nýjasta útgáfan af Linux með alveg haug af hugbúnaði. Þróunar-, skrifstofu-, hjálpar- og leikjahugbúnaður, sem allur er ókeypis og frjáls.

Það verður að segjast eins og er, að það er ekki sama gloss-áferðin á Linux eins og í Vista, en hinsvegar get ég fullyrt að það er ekkert ennþá sem hamlar notkun minni. Og það er gott. Mjög gott.

Meira síðar Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband