Meira Linux

Ég tók tölvuna með mér í skólann í dag, í fyrsta sinn síðan ég uppfærði úr Windows í Linux.

Enn sem komið er, þá hef ég getað notað hana í allt sem ég þarf hana í.

Hinsvegar kom í ljós galli sem ég átti ekki von á.

Hún getur ekki farið í svefn (sleep).

Og ef ég nota suspend to disk (þekkt sem hibernate í Windows), þá kemur skjákortið (og þar með skjámyndin) herfilega brengluð þegar vélin er ræst aftur.

Það er náttúrulega frekar vont. Ég vil ekki þurfa að slökkva alveg á vélinni milli kennslustunda eða á milli þess að ég fer úr skólanum og heim. Ég vil geta haldið áfram verkum mínum hvenær sem mér dettur í hug.

Að þurfa að slökkva alveg á vélinni og að þurfa ræsa öll forrit aftur, opna viðeigandi skrár m.m., í hvert sinn sem ég kveiki á vélinni... vonlaust.

Nú er að gúgla sig grænan og sjá hvort ekki sé lausn á þessu 'litla' vandamáli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein lausn sem mér dettur í hug, og á kannski vel við uppí HR er sú að koma ekki með tölvu í skólan, vista allt á veflægan disk eða vpn lægan disk. Í versta falli hafa með þér stóran flash minnislykil eða flakkara og vista á hann.

Carlos (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Sæll Carlos, afsakaðu seint svar..

Það væri mögulegt, en þá myndi aðgerðin missa marks algerlega. Svona eins og heiðinn maður gerðist kristinn með því að geyma biflíu í sokkaskúffunni, ekki satt ? :)

Það er nefnilega fyrst og fremst Windows sem mig langar að sleppa við að nota að staðaldri. Það er komið á borðvélinni minni (openSuSE), en vandamál með lappann þar til ég fæ þessi svefnvandamál í lag.

Ég hef reyndar grun um að ég verði búinn að breyta lappanum í MBP áður en um langt líður..

Þór Sigurðsson, 2.12.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband