25.11.2007 | 01:34
Búinn að gefast upp á Windows Vista.
Þá er ég endanlega búinn að gefast upp á öllu því sem Windows Vista er.
Ég er búinn að afrita öll mín gögn yfir á netþjóninn, ræsa vélina í Linux og set upp Windows XP sem VmWare client. Þannig get ég notað þróunartólin fyrir Windows til að klára námið, en þarf ekki að ganga í gegnum þá kvöl að nota þennan hrylling dags daglega.
Stundum velti ég því fyrir mér hversvegna fólk lætur bjóða sér svona lélega vöru. Ef bílar væru í sama gæðaflokki, þá kæmust þeir ekki einusinni út af planinu hjá bílaumboðunum án þess að það væri skipt um vél tvisvar, bíllinn málaður þrisvar og ný brotin framrúða sett í stað þeirrar brotnu sem fylgdi með bílnum.
Fuss og svei.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.