29.11.2007 | 01:21
Frétt RÚV um snjallkort (smartcards) og auðkenni
Í fréttum RÚV í kvöld var pistill um auðkenni, rafræn skilríki og snjallkort.
Þar var básúnað að "loksins gæti fólk hent auðkennislyklinum sínum".
Það sem kom hinsvegar ekki fram var að til þess að geta hent lyklinum þarf að kaupa við heimilistölvuna kortalesara eins og þennan fyrir fartölvur, þennan eða þennan fyrir borðtölvur.
Þessir kortalesarar kosta frá $24.5 og upp í $44.75 í BNA. Það myndi þýða að útsöluverð hér lægi einhversstaðar í kringum fimm þúsund á stykkið hér heima.
Með það í huga að á heimili þar sem eru unglingar á "banka-aldri", þá séu líka 2-3 tölvur, þá getur þetta þýtt 10-15 þúsund í aukaútgjöld fyrir heimilið, bara svo einstaklingar geti sinnt bankaviðskiptum. Við bætist svo að fyrirtæki þurfa að kaupa þessa lesara á sínar tölvur, skólar sem halda úti tölvuverum þurfa að kaupa tugi og jafnvel hundruðir (>400 stykki fyrir HÍ eina).
Þetta eru útgjöld sem ekki er minnst á.
Ef við áætlum lauslega að það séu í kringum 200.000 tölvur í landinu sem eru "vinnustöðvar" (ferðavélar, borðtölvur) og það þarf einn lesara á hverja vél, þá er þetta kostnaður upp á einn milljarð sem öryggissjónarmið bankanna kosta landsmenn.
Þar sem bankarnir hafa hagnað að sjónarmiði (annað væri óeðlilegt), þá finnst mér harla ólíklegt að þeir séu tilbúnir til að taka á sig þann kostnað, þrátt fyrir góðan hagnað úr buddu landsmanna.
Þeim er svo frjálst og guðvelkomið að sýna fram á að ég hafi rangt fyrir mér hvað þá varðar :)
Disclaimer: 200.000 vélar er úr lausu lofti gripið. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru 87% heimila á Íslandi með internet tengingu. Til þess þarf tölvu eða annað netvænt tæki (ps3 osfrv). Samkvæmt sömu heimild voru 82700 íslendingar sem unnu við störf þar sem þeir höfðu aðgang að tölvu. Eins og kom fram í fréttum RÚV á dögunum eru konur hér að eignast einhversstaðar rúmlega eitt og hálft barn að jafnaði. Skipting karla og kvenna er tiltölulega jöfn, og því ættu að vera samtals ~87700 heimili í landinu miðað við að allar konur eigi menn og eitt og hálft barn (við vitum að svo er ekki og því eru heimili gott fleiri). Miðað við eina og hálfa tölvu per heimili ( ein heimilisvél, ein unglingsvél - hálf þar sem ekki öll heimili hafa unglinga innanborðs) og ein vél fyrir hvern íslending sem vinnur nálægt tölvu, þá erum við samt með 197.148.5 vélar. Sem er ekkert svo fjarri lagi minni úr lausu lofti gripnu tölu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þær séu í raun mun fleiri.
Þar var básúnað að "loksins gæti fólk hent auðkennislyklinum sínum".
Það sem kom hinsvegar ekki fram var að til þess að geta hent lyklinum þarf að kaupa við heimilistölvuna kortalesara eins og þennan fyrir fartölvur, þennan eða þennan fyrir borðtölvur.
Þessir kortalesarar kosta frá $24.5 og upp í $44.75 í BNA. Það myndi þýða að útsöluverð hér lægi einhversstaðar í kringum fimm þúsund á stykkið hér heima.
Með það í huga að á heimili þar sem eru unglingar á "banka-aldri", þá séu líka 2-3 tölvur, þá getur þetta þýtt 10-15 þúsund í aukaútgjöld fyrir heimilið, bara svo einstaklingar geti sinnt bankaviðskiptum. Við bætist svo að fyrirtæki þurfa að kaupa þessa lesara á sínar tölvur, skólar sem halda úti tölvuverum þurfa að kaupa tugi og jafnvel hundruðir (>400 stykki fyrir HÍ eina).
Þetta eru útgjöld sem ekki er minnst á.
Ef við áætlum lauslega að það séu í kringum 200.000 tölvur í landinu sem eru "vinnustöðvar" (ferðavélar, borðtölvur) og það þarf einn lesara á hverja vél, þá er þetta kostnaður upp á einn milljarð sem öryggissjónarmið bankanna kosta landsmenn.
Þar sem bankarnir hafa hagnað að sjónarmiði (annað væri óeðlilegt), þá finnst mér harla ólíklegt að þeir séu tilbúnir til að taka á sig þann kostnað, þrátt fyrir góðan hagnað úr buddu landsmanna.
Þeim er svo frjálst og guðvelkomið að sýna fram á að ég hafi rangt fyrir mér hvað þá varðar :)
Disclaimer: 200.000 vélar er úr lausu lofti gripið. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru 87% heimila á Íslandi með internet tengingu. Til þess þarf tölvu eða annað netvænt tæki (ps3 osfrv). Samkvæmt sömu heimild voru 82700 íslendingar sem unnu við störf þar sem þeir höfðu aðgang að tölvu. Eins og kom fram í fréttum RÚV á dögunum eru konur hér að eignast einhversstaðar rúmlega eitt og hálft barn að jafnaði. Skipting karla og kvenna er tiltölulega jöfn, og því ættu að vera samtals ~87700 heimili í landinu miðað við að allar konur eigi menn og eitt og hálft barn (við vitum að svo er ekki og því eru heimili gott fleiri). Miðað við eina og hálfa tölvu per heimili ( ein heimilisvél, ein unglingsvél - hálf þar sem ekki öll heimili hafa unglinga innanborðs) og ein vél fyrir hvern íslending sem vinnur nálægt tölvu, þá erum við samt með 197.148.5 vélar. Sem er ekkert svo fjarri lagi minni úr lausu lofti gripnu tölu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þær séu í raun mun fleiri.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 02:09 | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Það sem er á seyði í námi og starfi
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vissulega verður einhver kostnaður af þessu, eins og alltaf þegar tækninýjungar kom fram á sjónarsviðið.
Held það sé of mikil einföldun að segja að þetta sé öryggissjónarmið bankanna sem kosti þjóðina milljarð. Að mínu mati má réttlæta þetta að mörgu leyti. Sérstaklega ef þessi kort verða jafn notadrjúg og talað er um núna. Þau koma til með að jafngilda undirskrift. Það þýðir að maður getur skrifað undir skjöl og pappíra með kortinu.
Maður þarf t.d. ekki að sækja oft um húsaleigubætur og skrifa undir með kortinu til að vera búinn að borga upp kostnaðinn.
Þetta verður væntanlega fellt inn í verðið á nýjum tölvum á nætunni. Þá er það ekki jafn áberandi hvað þetta kostar og þá er þetta væntanlega ódýrara en að kaupa stakan lesara. Nú þegar eru einhverjar tölvuverslanir farnar að bjóða upp á svona búnað með fartölvum.
Svo má ég til með að benda á að nú þegar eru einhverjar tölvur í HÍ með svona lesara. Hann lætur lítið fyrir sér fara, smá rauf í lyklaborðinu sem ég efast um að fólk taki svo auðveldlega eftir... Get ekki ímyndað mér að einfalt og ljótt Dell lyklaborð kosti 15 þúsund krónum meira en eins lyklaborð nema án lesara.
Andri Valur (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:52
Það er einföldun, vissulega. Ég gæti ef ég hefði tíma til kafað dýpra ofan í hvernig þjóðin skiptist og hvernig dreifing á tölvum er. Það eru til kannanir sem sýna með ágætum aðgengi landsmanna að tölvum. Þegar upp er staðið, þá þarf lesara á hverja vél. Þetta er því ef eitthvað er, vanáætlun.
Það að smartkort jafngildi undirskrift kallar á hugarfarsbreytingu á þjóðarvísu. Þótt þú og ég sjáum fyrir okkur möguleikann, þá gerir hinn venjulegi "Jón" það ekki. Til viðbótar þarf lagabreytingar sem munu taka þónokkurn tíma að ganga í gegn.
Til merkis um hvað íslendingar eru "framarlega", þá var ég m.a. að vinna við EDI í Svíþjóð, c.a. 1994. Þegar ég kom heim til Íslands 1995, þá vissi enginn hvað EDI var. Tollstjóri og Skattstjóri buðu ekki upp á neina gerð rafrænna skjala eða rafræns gagnaflutnings. Það var fyrst þegar netframtalið kom að skatturinn fór að samþykkja að einhverju ráði rafrænar skattfærslur fyrirtækja, og þó var það fyrst um sinn tilraunverkefni.
Lögfræðideild HÍ tók ekki upp notkun á tölvum (yfirleitt) fyr en undir lok tuttugustu aldar. Seint. Sama mátti sjá á Alþingi lengi vel.
Lesarar verða ekki byggðir inn í lyklaborð/vélar nema framleiðendur sjái sér hag í því. Þar af leiðandi verða lesarar í lang flestum tilfellum sérpöntun (sem bætir á verðið þar sem þú ert ekki að taka staðalpakka).
Þær vélar hjá HÍ sem eru með lesara eru SUN vinnustöðvar (hjá RHÍ). Þau 8 ár sem ég starfaði hjá Reiknistofnun Háskóla Íslands voru engar aðrar vélar með kortalesara, enda var notagildi þessarra korta afskaplega takmarkað (og er enn sökum þess að í kortunum er alveg fáránlega lítið minni og örgjörva (32-bit RISC 30MIPS, 96KB ROM, 4KB SRAM, 128KB EEPROM, heimild: PicoDBMS: Scaling down Database Techniques for the Smartcard, Christophe Bobineau et al, 2000; Logical and Physical Design Issues for Smart Card Databases, Christiana Bolchini et al, 2003) - (32-bit CPU, 500KB ROM, 512KB EEPROM, 16KB RAM eða 400KB flash í stað ROM+EEPROM og til viðbótar 128KB flash, heimild: ETSI Future Security Workshop - Smart Cards, Dr. Klaus Vedder, 2006 (etsi.org))
Smæð þessarra korta leiðir til mjög takmarkaðs (einhliða) notagildis. Smartcards hafa sannað sig í farsímakerfinu (SIM kort) enda ekki miklar kröfur gerðar þar annað en að það sé tryggð aðgangsstjórnun kóðum á kortinu, en þegar þú ert búinn að aflæsa því, þá gerir það afskaplega lítið. Sömuleiðis eru smartcards notuð af SUN sem aðgangsstýring/auðkenning á SUN vinnustöðvum (valfrjálst). Örfáir framleiðendur hafa reynt þetta (Toshiba Portegé M200 m.m.) en hætt við (Toshiba Portegé M400 sem er arftaki M200 hefur ekki smartcard lesara).
Þegar kortin eru orðin nægilega öflug til að geta unnið úr öllum þeim upplýsingum sem flokkast undir "persónulegar upplýsingar" sem maður vill hafa verndaðar (bankauppl., heilsufar, náms- og starfsferill, sakaskrá, fjölskylduhagir, vegabréf og áritanir, gráður, öku/vinnuvéla...skírteini osfrv) og minnið orðið nægilegt til að rýma allar þessar upplýsingar, ásamt því að útfærslan er orðin þannig að henni megi treysta (aðskilnaður á dulkóðuðum upplýsingum), þá fyrst er farið að verða eitthvað notagildi af þessum kortum.
En hvað kostnaðinn varðar, þá er hann til staðar. Hann er og verður mikill, hvort sem bankarnir gerast svo góðir að dreifa lesurum með kortunum eða landsmenn þurfi að kaupa sína lesara sjálfir. Þetta er kostnaður sem á endanum lendir á þér og mér. Ef ekki beint, þá í formi (hærri)vaxta eða þjónustugjalda hjá fjármálastofnunum.
Þór Sigurðsson, 30.11.2007 kl. 02:44
Þegar ég talaði um einföldun var ég aðallaga að tala um dreifingu kostnaðar annars vegar og hagræðið hins vegar. Það er allt of mikil vinna fyrir svona skoðanaskipti að ætla sér að reikna út skiptingu þjóðarinnar og dreifingu tölva meðal þjóðarinnar.
Það sem ég átti aðallaega við er það að af það verður eitthvað notagildi af þessum kortum, eins og er talað um og gefið í skyn, þ.e. annað en til að tengjast heimabanka, þá gæti orðið talsvert þjóðhagslegt hagkvæmi sem vægi á móti útlögðum kostnað við að koma sér upp þessum lesurum.
Svo má líklega gefa sér að þessi tækni taki einhvern tíma (nokkur ár) að komast í gagnið þ.e. að það verði ekki þörf á að kaupa lesara fyrir hverja einustu tölvu heldur aukist þetta jafn og þétt með endurnýjun "tölvuflotans".
Það er allavega eitt tölvuver í Odda með lyklaborðum sem hafa innbyggða kortalesara. Veit ekki hvort þetta sé í notkun en reikna með að þetta sé í sambandi við þessa tilraunastarfsemi. Nú þegar er hægt að skrá sig inn í Ugluna með rafrænu skilríki og þá væntanlega í þessi tölvusofu í Odda.
Andri Valur (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.