Hugbúnaður á tilboði

Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá nota ég allt sem tengist tölvum, sama hvaða stýrikerfi það keyrir, og sama hvaðan það kemur. Ég læt mig varða hvort það sé gott eða slæmt og er ófeiminn við að lýsa skoðun minni þar á. Þetta sama fólk veit að ég held svolítið upp á makkann því þrátt fyrir nokkrar litlar bólur og fótvörtur, þá er þetta alveg einstaklega vel heppnað kerfi.

Mig langar því að benda á, svona fyrir jólin, að það eru í gangi nokkur góð tilboð á hugbúnaði fyrir makkann.

Til að byrja með er MacUpdate með tilboð þar sem í augnablikinu eru 11 forrit (og fjölgar eftir því sem á líður). Þau forrit sem bætast við verða aðgengileg þeim sem keyptu pakkann fyrr. Mjög góður pakki á lágu verði - innan við $50.

MacHeist er svo með keppni þar sem fást ókeypis forrit fyrir að taka þátt, og verða svo með tilboðspakka í lok keppninnar.

Give Good Food To Your Mac er svo með pakkatilboð þar sem hægt er að spara slatta.

Allt tímabundin tilboð að sjálfsögðu, sum í anda jólanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst heldur dýrt til lengdar að kaupa pakka hér og pakka þar og nota svo e.t.v. ekki nema lítið af honum. Finnt opinn, ókeypis hugbúnaður ágæt lausn ... www.sourceforge.net fínn byrjunarreitur. Mesta furða hvað mikið er fyrir stóru kerfin þrjú.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Ég ætla ekki að mæla á móti því, SourceForge er mjög góður byrjunarreitur. En hann hentar samt ekki öllum. Sumt fólk vill gjarnan vera án þess að þurfa draga fram verkfærakistuna, það vill bara ýta á takka og láta hlutina gerast :)

ISV hafa gjarnan lausnir sem sjást ekki á SourceForge, miðaðar að fólki sem vill nota tölvuna til dægrastyttingar, upplýsingaöflunar og til að balansera tékkheftið :)

Þór Sigurðsson, 30.12.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband