Kominn á staðinn

Ókei, frá síðustu færslu hafa verið teknar: 0 (núll) ljósmyndir. Aðallega vgna þess að ég var að tékka inn á hótelið, og ven mig á að vera ekki með myndavélina uppivið á flugvöllum.

Þessi ferð var vægast sagt viðburðarík. Aðallega fyrir nefið á mér og tennurnar.

 Ég kom snemma á flugvöllinn og fékk gluggasæti eins og ég vildi (ég rápa aldrei sjálfur, og er þá laus við ráp annarra). Mér til óhugnaðar var sætisfélagi minn ekki beint til dægrastyttingar. Þetta hefur eflaust verið hinn ágætasti maður, en í nafni allra góðra vætta.. farðu í bað og burstaðu tennurnar !

Ég lýg því ekki, maðurinn angaði af storknum svita og í munnholunni hefur hann haft ekki færri en 24 kolbikasvartar og illa lyktandi tennur. Svo illa lyktandi að það eina sem mér datt í hug var að einhver hefði hellt klór ofan í rotþró. Og þetta var ferðafélagi minn næstu 3 klukkustundirnar.

Ég fann lausn. Ekki góð, en nánast viðunandi. Í stað þess að móðga manninn herfilega með því að benda honum á þennan augljósa ágalla hans setti ég loftræstinguna á fullt, beindi henni að mér, kuðlaði mig saman í sætinu eins og rakki og fór að sofa. Stanstead kom fljótar en ég átti von á.

Þá settist ég upp í lestina, beit saman og braut í mér tönn. GAH!

Fyndið að sitja í lest í London og hringja í tannlækninn til að panta tíma...

 Ojæja, ekki hundrað í hættunni - "What a tooth..." :-p

En á leiðinni frá Stanstead tók við ný lykt sem ég kannaðist ekki við frá Englandi. Súrhey og maurasýra. YUK! Sem betur fer er andrúmsloftið í miðborginni fyrirsjáanlegt, og því engin vandamál á ferðinni hér :)

Nú er ég búinn að tékka inn, og ætla að rölta mér út í 21° hitann og sólina :D

l8er 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 538

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband