Fagnaðarfundir, bakverkir, sviti og ávextir.

Þá er að líða að kvöldi annars dags. Ég sé að ég er alls ekki nógu duglegur að labba með fjölskyldunni, því ég er alveg lens eftir ekki nema svona 40 kílómetra labb :P

Þar sem ég var með óvæntu ánægjugjöfina hennar Sigrúnar með mér (pulsur með öllu, bæjarins bestu style), þá setti ég markið á Tower Bridge. En þar sem ég geri ekkert auðveldu leiðina ef ég á að hafa ánægju af því, þá labbaði ég niður að The Eye (frá Gower Street) og þaðan niður að Tower Bridge. Ég hitti á Sigrúnu, afhenti "stöffið" og við ákváðum að hittast í hádegismat. Í millitíðinni fór ég að skoða safn sem ég veit fyrir víst að hann litli bróðir minn hefði gefið slatta til að skoða. Þetta er nefnilega arkítektúr safn. Ég tók nokkrar myndir þar honum til ánægju :)

Eftir hádegið lá leiðin upp í Regents Street. Mekka eplamanna - að sjálfsögðu.

Ég verð að segja fyrir mína parta, ég varð ekkert ofboðslega impóneraður. Jújú, flott búð og allt það, en ekkert sem öskraði þarna á mig "kaupa kaupa kaupa". Kannski vegna þess að ég geri við þetta stöff dags daglega ;)  Á meðan ég var í búðinni (og tók myndir) kom upp að mér öryggisvörður og spurði hvort ég væri að filma, Ég svaraði nei og sýndi honum að vélin væri stillt á kyrrmyndatöku. Það er víst allt í lagi að taka kyrrmyndir, en ekki kvikmyndir. Oh well, ekki að það hái mér.

Ég sóaði síðan restinni af deginum í að fara upp í National Gallery og slæpast í skugga. Hitinn hérna er það mikill að maður er orðinn sveittur strax og maður stígur út, nýbaðaður.

Þegar ég kom svo "heim" á Tottenham Court Road, þá var ávaxtasali fyrir utan lestarstöðina. Ég keypti af honum þrjár guðdómlegar ferskjur og hálfs-kílós öskju af jarðaberjum. Og borgaði fyrir: tvö pund. Þrjú hundruð kall. Fyrir þann pening fengi ég varla að þefa af góðum ferskjum ! Ef þær svo fengjust einhversstaðar heima. Sem þær gera ekki.

Ég gæti SVO vanist þessu Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 537

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband