7.6.2008 | 19:04
Þetta er alger dýragarður !
Það er reyndar ekki ofsögum sagt. Ég á náttúrulega við London Zoo, en þangað var förinni heitið í dag. Ég get skammlaust fullyrt að það þarf tvo daga til að skoða garðinn skikkanlega, og fleiri til að skoða hann vel. Ég tel mig hafa séð allt (eða þar um bil - ég var frá opnun og fram á síðustu mínútu). Ég tók 321 ljósmynd þarna og vona að allavegna 10% þeirra séu meira en bara viðunandi
Eftir dýragarðinn fórum við Sigrún og Óli upp í Camden og fórum á hamborgaraveitingastað (ekki skyndibitastað !) sem heitir Haché (Hakk). Þar fékk ég mér spænskan borgara með geitaosti. Mjög sérstakur (og góður) borgari. Sigrún fékk sér ítalskan borgara (parma skinka og bræddur parmesan ofan á borgaranum) og Óli fékk sér (haltu þér fast..) "Full English Breakfast Burger" - með osti ! (Hamborgari með skinku, bökuðum, tómati, sveppi, eggi, pylsu - og osti) *ÚFF*
Og svo var dagurinn bara allt í einu búinn. Það er sagt að tíminn fljúgi þegar maður skemmti sér, en þessi tími rauk hreinlega á dyr..
Ég er ekki frá því að þetta sé skemmtilegasti dýratengdi dagur sem ég hef átt til þessa. Þeir sem lesa geta svo spurt mig í persónu um uppákomur sem gerðust í dýragarðsferðinni - uppákomur sem fara ekki á prent
Ég er enn að spá í að fara út að labba fyrir svefninn. Læt það ráðast...
Á morgun er frípassi. Læt daginn hafa sína eigin ferð.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.