Heitt og sveitt og gat á tánni.

Ég fór semsagt af hótelinu eins og ég gat í fyrri færslu. "Þangað". Það er það sem mér finnst skemmtilegast við London - það er hægt að labba "þangað" og alltaf lenda á einhverjum nýjum stað. Núna lá leiðin í gegnum smærri garða þar sem ég hlustaði á lúðraþeytara, sá mér til lítillar skemmtunar miðaldra, víðvaxna breska konu klædda eins og indverska magandasmær vera brútalt að misþyrma þessarri ágætu austurlensku kvennalist og heyrði í fjarska að bretar voru margir hverjir að fylgjast með fótboltaleikjunum tveimur í dag.

Þegar kom að því að maginn gerði kröfur til mín, þá var farið að "leita" að veitingastað. Í rauninni snerist leitin um að finna eitthvað sem ég gæti hugsað mér að borða í þessum hita. Týpískar breskar máltíðir voru úr myndinni (of mikil fita), austurlenskar líka (of mikið krydd) og sushi ekki alveg í myndinni (vil hafa magann í lagi, bara svona for safetys sake). Ég labbaði framhjá tugum og tugum af veitingastöðum. Alla leið frá Euston og niður að Victoria og að Waterloo. Við Waterloo fann ég svo litinn japanskan stað sem seldi núðlurétt sem passaði fínt við klímatið. En löng var gangan eftir bitanum, það er óhætt að segja. Svo löng að ég var að uppgötva að ég er með gat á tánniGetLost

Það hamlar mér vonandi ekkert á morgun, en þá er safnadagur. Og líka síðasti heili dagurinn, svo það er eins gott að nýta hann vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 477

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband