Úr mér genginn upp að öxlum.

Í morgun var það British Museum sem varð fyrir valinu. Það er safn sem er alltaf gaman að sækja heim. Og ekki skemmir fyrir að ég þarf bara að ganga inn í enda götunnar sem hótelið er í, og beygja inn í hliðargötu, og þá er ég kominn.

Ég verð samt að viðurkenna, að ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með þessa heimsókn. Síðast þegar ég kom þarna var suðurameríkudeildin þeirra lokuð. Núna var engin suðurameríudeild. Og það var það sem mig langaði mest af öllu að skoða. Kínverjum og afríkubúum var gert sérlega hátt undir höfði, svo og einum af aðal lávörðunum sem höfðu látið efti efni til safnsins (pinklar og plögg hvaðanæva úr heiminum). En Suður Ameríka (Mayar, Incar, Olmekar etc) fengu tvö pínulítil herbergi. Nógu lítil til að ekkert var hægt að segja um þessa merku menningarheima annað en að þeir voru einhverntíman "upp á sitt besta".

Ég ákvað því að fara niður í bæ og fá mér hádegisverð með Sigrúnu. Við fórum á alveg prýðisgóðan asískan veitingastað.

Eftir matinn ákvað ég svo að ganga um. Ég þurfti að finna afmælisgjafir handa tveimur álfum og föður þeirra. Mér tókst ekki að muna hvort Hamleys væri í Oxford Street eða Regent Street, svo ég valdi bara eitt og gekk fram, og til baka. Ekki í Oxford Street. Auðvitað var ég þá í öfugum enda á O.S. svo ég tók lestina að Regent Street og gekk það, fram, og næstum til baka. Ótrúlegt nokk, þá labbaði ég framhjá Hamleys í fyrstu atrennu. Núna eru allir slitfletir í neðri hluta líkmans að láta vita að þeir séu til. Wú-ha!

Þetta er búinn að vera góður tími, þrátt fyrir hitann. Ég ætla ekki að kvarta eina sekúndu yfir eymslum, heldur ætla ég að njóta þeirra, því ég veit hvað ég hef fengið gott út úr þessarri ferð. Þetta var akkúrat það sem mig vantaði.

Minnispunktur fyrir seinni ferðir: Kaupa still water í M&S strax við komuna til landsins og fara með á hótelið. Nóg af því ! Það er ekkert eins grós og klór-te.

Í kvöld er pökkunartími. Passa að allur skítugur þvottur sé saman brotinn svo hann taki sem minnst pláss osfrv. Yada yada.... En núna - BAÐ ! Svitalyktin er næg til að íbúum Þórshafnar í Færeyjum verði illt af (kannski ekki svo slæmt... Og ALLS EKKI jafn slæmt og af flug-félaga mínum á leiðinni hingað!)

Óver and át.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband