21.6.2008 | 12:25
Command Not Found
Ég var að skoða nýju útgáfuna af OpenSuse sem var að koma út í útgáfu 11.0 í fyrradag.
Viðleitni þeirra til þess að gera Linux aðgengilegt fyrir venjulega notendur er virðingarverð (svo og viðleitni allra þeirra sem reyna að gera Linux aðgengilegt, hvort sem þeir eru hjá SuSE eða ekki). Eitt tól sem fylgir sjálfgefið með OpenSuSE þótti mér mjög athyglivert.
Tólið heitir "Command-Not-Found".
Það kemur með hjálplegar leiðbeiningar til notenda ef notandinn gefur skipun í console/terminal/skipanalínu (sbr. DOS glugga í Windows) og skipunin sem gefin var er ekki þekkt, eða er ekki í slóð hjá notanda.
Sbr. þessi mynd (höfundarréttur: Novell, orginal hér)
Þetta er náttúrulega ekkert annað en alveg snilldarleg uppfinning, og á örugglega eftir að hjálpa vönum jafnt sem óvönum. Þarna eru sýndir þrír mismunandi möguleikar, en ég sé fyrir mér enn fleiri leiðir, svosem að benda á fleiri möguleika ef fleiri eru til staðar (þú reyndir "b", en það finnst ekki. Þú getur notað "a" og "c" eða sótt "b" með því að gera....) og ýmislegt annað.
Þarna er verið að byggja upp þekkingargrunn þar sem tölvan leitast við að aðstoða notandann eftir megni með nysamlegum upplýsingum þegar notanda tekst ekki alveg eins til og hann ætlaði.
Thumbs up til höfunda.
NB: OpenSuSE er frjáls hugbúnaður. Hann er hægt að sækja á niðurhalssíðu OpenSuSE.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.