Hvernig væri að byrja á því að...

loka á domain squatting ?

Domain squatting er þegar óháður aðili kaupir upp mikið magn lénanafna án þess að ætla sér raunverulega að nota lénin. Í stað þess eru auglýsingasíður settar upp á vefþjóni lénsins, oft á tíðum auglýsingasíður sem auglýsa keppinauta vörumerkisins sem lénið tilheyrir. Oft er um að ræða rangt stafsett lénanöfn.

Tilbúið dæmi er t.d. að keypt sé lénið cocacolla.com og það innihaldi auglýsingar fyrir Pepsi.

Að auki, þá eru keypt .net, .org, .cc, .tv osfrv. lén sem innihalda raunveruleg vörumerki og vörumerkjaeigendum boðin lénin til kaups fyrir óheyrilegar upphæðir.

Þarna er að sjálfsögðu verið að misnota lénakerfið, og ekki nema sjálfsagt að loka fyrir það.

Bara með því að loka fyrir domain squatting myndi losna að minnsta kosti helmingur allra þeirra léna sem eru nú skráð, ef ekki meira.


mbl.is Ný rótarlén væntan.leg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Þetta er alveg heilagur sannleikur, en aftur á móti þá koma þessi lén voðalega fáum til góða sem að mundu losna.

ég get t.d. ekki ýmindað mér neinn einstakling eða neitt fyrirtæki sem að mundi vilja vera með heimasíðuna cocacolla.com bara svona ef að ég nefni það lén sem að þú komst með. 

Árni Sigurður Pétursson, 23.6.2008 kl. 20:18

2 identicon

Nákvæmlega.

Ég á kbergmann.is og langar í kbergmann.com.
Mér býðst til að kaupa það lén á $1.000!
Síðan er "parked" og er svona gervileitarsíða.
Full mikill peningur fyrir ómerkilegt nafn if you ask me.

K. Bergmann (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:45

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mig langaði í vga.com, net eða org en það eru líka svona síður. Fékk mér vga.is í staðinn, en það kostaði jafn mikið og 15 ára .com á eðlilegu verði. Töluvert minna en sqattað nafn samt.

Villi Asgeirsson, 23.6.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 477

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband