Enn frekar gengið á þegar lága framfærslu námsmanna

Í núverandi umhverfi LÍN eru sk. bankaábyrgð notuð til að fá námslán. Þá metur bankinn möguleika námsmanns á að endurgreiða lánið, og gengur svo í ábyrgð fyrir láninu. Lánveitingin er hinsvegar "eftirá", þ.e. þegar námsmaður hefur lokið önninni (B.S. nám)/árinu (M.S. nám) og ekkert greitt út nema fyrir skólagjöldum á þeim tíma. Námsmaðurinn þarf því að fá yfirdráttarheimild hjá bankanum fyrir því sem upp á vantar - þ.e. allri framfærslunni fram að útborgun láns.

Námsmenn fá sem betur fer lægri yfirdráttarvexti í tengsl við lánsloforð frá LÍN, eða 19,30% sem er örlítið minna ósvífið en 28,00%. En það breytir því samt ekki að stýrivaxtastefna Seðlabanka étur fimmtung af námslánunum! 20 þúsund af hverju hundraði! Þar sem námslán einstaklings í M.Sc. námi eru innan við 100þ á mánuði, og bankinn tekur strax 2% í þóknun fyrir bankaábyrgðina, og bankinn lánar ekki fyrir allri restinni, heldur aðeins fyrir um 90% (eða minna), þá er alveg ljóst að það situr ekki mikið eftir í vasanum.

Ég hef tjáð mig um þetta áður, og ég mun ekki þreytast á að tjá mig um þetta - námsmönnum á Íslandi er hópnauðgað af stjórnmálamönnum og stjórn LÍN. Að stjórn Seðlabanka Íslands hafi bæst í hópinn gerir svo ástandið bara illt verra.

Mig langar að varpa spurningu til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Geirs Hilmars Haarde og Davíðs Oddssonar: Viljið þið virkilega búa námsmönnum á Íslandi það umhverfi að eina ósk þeirra að námi loknu verði að hafa sig af landi brott og aldrei líta til baka ?Því það er það sem situr eftir hjá námsmönnum sem raunverulega þurfa að skrimta á þeim bitlingum sem námslán LÍN eru orðin.

Það hvernig er hlúð að því sem forseti lýðveldisins, stjórnmálamenn og feitir forsprakkar atvinnulífsins kalla "helstu verðmæti íslendinga" er til háborinnar skammar, og minnir mig einna helst á upplifun sem ég fékk á einum vinnustað sem ég vann á hér áður fyrr.

Þetta þarfnast smásögu til útskýringar:

Saga af tveimur bændum.

Í ónefndu byggðarlagi voru tveir bændur, Óli og Daði. Báðir áttu þeir asna, og báðir yrktu þeir jörðina sína. Þeir voru harðduglegir og gerðu eins og lög gera ráð fyrir kröfu um arðsemi af jörðinni svo þeir gætu staðið við skuldbindingar sínar til birgja og lánadrottna. Á morgnana fóru þeir á fætur, sóttu asnana sína og beittu þeim fyrir plóg.

Óli tók með sér vænan poka af gulrótum og stöng. Hann batt gulrót á stöngina, leyfði asnanum að smakka, og lét síðan asnann elta gulrótina. Reglulega fékk asninn síðan að éta gulrótina þar sem hann hafði staðið sig vel, og næstu gulrót var beitt á stöngina. Þannig tókst Óla að plægja allan akurinn sinn á örfáum dögum.

Daði tók með sér eina, litla, gamla og grjótharða gulrót. Hann sýndi asnanum gulrótina og sagði honum svo að koma sér að verki. Asninn gekk nokkur skref, en varð svo staður. Þá notaði Daði gulrótina til að berja asnann áfram. Asninn gekk enn nokkur skref og varð svo staður. Svona gekk það allan daginn í nokkra daga. Að dagsverki loknu nokkrum dögum seinna var asninn hans Daða orðinn svo sár af öllum barsmíðunum, að hann gat sig varla hreyft. Hann sá fram á það að ef hann yrði um kyrrt, þá yrði helvítis gulrótin notuð til að berja hann til dauðs. Hann tók sig því til um nóttina og strauk.

Óli yrkir enn sitt land og asninn hans lifir góðu lífi, en Daði situr eftir með sárt ennið, skuldasúpu og heimskulegan svip - hann skilur nefnilega ekki að það þýðir ekki að nota gulrótina til að berja asnann áfram, hann heldur einfaldlega að asninn hafi verið of heimskur.

Persónur og gerendur eiga sér stoð í raunveruleikanum - "feel free to replace any character with any person of your choice".


mbl.is Yfirdráttarvextir hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryptophan

Rosalega góð allegóría :- )
En þú hefur samt alveg rétt fyrir þér, þetta er alveg fáránleg framkoma.

Tryptophan, 1.11.2008 kl. 13:16

2 identicon

Vinkona mín sem nú er látin átti einusinni stóra gulrót úr pappa, sem hún notaði til að slá til fólks með, þegar það villtist inn á skrifstofu til hennar. Fólki þótti það bæði skrýtið og fyndið, en hún var altalaður húmoristi.

Ég er hræddur um að Daði hafi ekki haft húmor - kannski það var meinið hjá honum ...

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 476

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband