26.1.2008 | 13:01
Allt á hvolfi, safnhaugurinn...
Það er mikið, Mikið, MIKIÐ að gerast þessa dagana, þessvegna er þessi færsla einskonar safnhaugur.
Ég er í þremur námskeiðum sem eru öll af hinu góða - þýðendur, gervigreind og ný tækni. Svo má náttúrulega ekki gleyma lokaverkefninu sem á ef vel á að vera að skila 35-40 vinnustundum á viku (til viðbótar við það sem fögin 3 taka).
Ekki skemmir fyrir að ég er loksins að komast aftur heim tölvulega séð og er að skipta út pé-sé haugnum mínum fyrir makkann (ég fékk mér wintel þegar ég byrjaði í náminu en það var bara námsins vegna).
Tíminn sem maður hefur til að vera til fer dvínandi og þó er lokaverkefnið ekki komið á flug. Það á því örugglega eftir að verða erfitt að finna tíma til að blogga á þessarri önn, þótt ég eigi nú örugglega eftir að henda einhverju frá mér..
Og já.. til þeirra sem stóðu að mótmælunum í Ráðhúsinu... skammist ykkar. Ekki fyrir að mótmæla, ég er fylgjandi mótmælum. En önnur eins skrílslæti hef ég bara séð á unglingasamkomum. Vægast sagt til háborinnar skammar fyrir íslenskt samfélag (sem þó hefur nóg að skammast sín fyrir).
Kári skrifar um lækkandi verð á internet þjónustu - í Danmörku. Hversvegna er ekkert fyrirtæki hérlendis sem leitast við að hugsa EKKI eins og símafélag ? Internet þjónusta er EKKI sími. Aðgengileg bandvídd er vissulega hluti aðfanga (resources) sem þarf að borga fyrir til að geta boðið upp á netveitu. Hinsvegar má spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni að kaupa burðarliðinn af símafélagi ? Eitt af vandamálunum hérlendis er að lögnin frá Reykjavík til Seyðisfjarðar (þar sem FarIce kemur á land) er í eigu Símans. Og þeir rukka fyrir afnot á þessarri leið í blóði og afkomendum í níunda lið. Er ekki orðið tímabært að leggjast með þunga á Samgönguráðherra og krefja hann um samgöngumannvirki í eigu ríkisins frá höfuðborginni að landtöku internetsins á Austfjörðum ? Ég bara spyr..
Ég var að lesa frétt sem hljómaði eins og snemmbær dánartilkynning HD-DVD. Það er synd eiginlega. HD-DVD spilarar geta spilað bæði HD-DVD og venjulega DVD með einum geisla, á meðan Blue-Ray spilarar þurfa tvo aðskilda geisla, einn fyrir hvort snið. Blue-Ray er líka afsprengi Sony, og í ljósi aðfara Sony í tónlistar og kvikmyndamálum vítt og breitt um heiminn, þá get ég ekki með nokkru móti hvatt fólk til að kaupa Sony vörur. Mér finnst þetta því uggvænleg þróun.
Meira síðar, óver änd át.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 03:27
Pepperoni og "Pepperóní"...
Sem námsmaður þarf maður oft að velta krónunni tvisvar eða þrisvar áður en henni er eytt. Ég geri þetta gjarnan í matarinnkaupum og versla því þar sem ég fæ besta verðið (sem er oftast í Bónus).
Sumt kaupi ég þó gæðanna vegna. Eitt af því sem ég leyfi mér að að nota pepproni á brauð. Og ég er vandfýsinn þegar pepperoni er annarsvegar.
Ég hef prófað allar innlendar gerðir pepperoni sem fást í stórmörkuðunum, en ekki hefur komið að því að ég kaupi erlendu (heilu) pepperoni-pylsurnar ennþá, enda svolítið meira magn en ég kem ofan í mig áður en þær skemmast.
Um daginn ákvað ég að kaupa Kjarnafæði-Pepperoni, enda er það auglýst sem hið eina sanna. Það er örlítið dýrara en samkeppnin, og stundum vill maður aðeins betra. Ég keypti bæði venjulegt KF-Pepperoni, og einn pakka sem merktur var "Extra sterkt, ekki fyrir viðkvæma".
Þar fóru á níunda hundrað krónur fyrir lítið. Báðir pakkarnir einkenndust af því sama. Pepperoni-skífurnar voru blautar af vatni, illa reyktar (of lítið reykt pylsa er mjúk og hálf hrá) og gersamlega bragðlausar. Ég hefði fengið meira oomp út úr því að smyrja paprikuosti á brauðið en ég fékk út úr Extra sterka pepperoni-inu.
Pepperoni er eins og nafnið gefur til kynna, piparpylsa. Í Kjarnafæðis-Pepperoniinu var fátt sem benti til þess að pylsan hefði nokkurntíman komist í kynni við pipar, nema ef vera skyldi á lokastigum framleiðslunnar, því eitt og eitt korn var að finna á pylsunni utanverðri. En piparbragð var ekki að finna.
Ég borgaði semsagt hátt í þúsund krónur fyrir hálfhrátt og illa kryddað kjöt í sneiðum.
Það er þó eitt gott við þetta. Ég veit á hverju ég á von. Þessi piparpylsa ratar ekki á mín borð aftur.
Um bloggið
Bakþankar Námsmanns
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar