Bankarnir og græðgi

Ég hef lengi velt því fyrir mér hversvegna það skuli leyfast í íslensku bankakerfi að þegar þú tekur lán borgarðu vel umfram verðbólgu til baka, en ef þú lánar bankanum, þá færðu minna til baka en þú borgaðir inn. Í núverandi „hallæri“ eru vextir á óverðtryggðum reikningum 12-15% (uþb). Bestu vextina færðu ef þú lánar bankanum nógu mikið. 15% vextir fást við að lána bankanum meira en milljón. Verðtryggðum reikningum færðu hinsvegar ekki afnot af nema þú sért tilbúin(n) til að lána bankanum peninga í legri tíma - 3 ár eða meira. Það þýðir að ef þú ert að safna þér fyrir einhverju sem á að gerast eftir tvö ár, þá þarftu annaðhvort að fresta öllum áætlunum um eitt ár, eða búa við það að bankinn greiði lítið sem ekkert fyrir fríðindin af því að hafa peningana þína að láni. Sé upphæðin því lægri, þá ert þú svo að borga bankanum fyrir fríðindin. ÞAÐ er öfugsnúið. Verðbólga dagsins í dag er 14.5%. Almenn spariðsjóðsbók ber 5,5% vexti (LÍ) Kjörbók ber 12,65-13,25% vexti (LÍ) Sparireikningur (12 mán. binding) ber 15,20% vexti (LÍ) Vaxtareikningur ber 14,7% vexti (200þ-2mil) (LÍ) Vaxtaþrep ber 14,95% vexti (Glitnir) Og hjá BYR sem auglýsir hvað grimmast sparnað þessa dagana: Almennur sparireikningur 5,5% Trompreikningur (12 mán. bind.) 10,8% Þrepareikningur (6-12 mán. binding) 9,3% Net12 (0-1mil) 14,64% Net12 (1-10mil) 14,79% Netreikningur 14,20% Netreikningur (500þ-1mil) 14,40% Netreikningur (1mil+) 14,60% Kaupþing býður ámóta vexti og LÍ - eða lakari. Það þýðir að ef Jón Jónsson vill spara sér smám saman fyrir nýrri þvottavél í stað þess að kaupa hana á lánum, þá borgar hann bankanum allt að upp undir 10% af verðmæti þeirra peninga sem hann lánar honum, m.t.t. vaxtaleiðar. Ef hann er að spara sér fyrir dýrari hlut (segjum bíl), þá er hann fyrst að fá þóknun fyrir lánið þegar upphæðin fer yfir milljín (undantekning er Net12 hjá BYR, Vaxtareikningur LÍ yfir 200þ og Sparireikningur LÍ með 12 mánaða bindingu). En þóknunin er ekki beysin. Fyrir „forréttindin“ að lána bankanum pening fær kauði frá 0,14% (Net12 undir 1mil) og upp í 1,7% (Sparireikningur LÍ 12 mánaða binding) í þóknun. Á sama tíma er ekki eitt einasta útlánsform sem fer undir verðbólgustig. Til samanburðar, þá eru 4.5% vextir á almennri innlánsbók í Danmörku (Danske Bank), en verðbólga þar vestra er aðeins 1,5%. Hæst mældist verðbólga þar 2,3% árið 2003 (sjá index mundi) og má því segja að þótt afraksturinn sé rýr í krónum talið (samanborið við íslensku bankana) þá sé raunávöxtun talsvert mikið betri. Verðtryggðir reikningar íslensku bankanna bera skömminni skárri vexti. Þar er boðið upp á allt að 7% vexti umfram verðtryggingu. Gallinn er hinsvegar sá að slíkar bækur eins og áður sagð eru bundnar í 36 mánuði eða lengur. Það voru í boði styttri bækur (12 mánuðir) en flestir bankanna eru búnir að taka fyrir slíkar bækur, og hinir eiga eflaust eftir að sigla í kjölfarið. Og þá er manni spurn. Er verið að reyna í bankakerfinu í dag að eyða sparnaði landsmanna eins og gert var á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar ? Ég átti bók sem (þá) innihélt (talsvert mikla) peninga sem ég hafði fengið í skírnargjöf. Þegar ég var um tvítugt fór ég í bankann og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Ég fékk átján krónur út. Það kostaði 50 krónur í strætó, svo ég greiddi bankanum í aukalega þóknun fyrir að hafa kveikt í peningunum mínum 82 krónur til viðbótar, ásamt tímanum sem fór í að leysa peningana út. Ég óttast að húsnæðissparnaðurinn minn fari sömu leið. Hvað gerði ég svo illt af mér í fyrra lífi að fæðast íslendingur ?

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband