5.4.2008 | 10:45
Hvað með fisklifur ?
Nú er lýsi unnið úr fisklifur. Það hlýtur að þýða að ekki megi selja fisklifur í fiskbúðum ?
Og hvað með fisk ? Fyrst lifrin innieldur efnið, þá er möguleiki á því að fiskurinn innihaldi það líka ?
Er þá ekki bara að gera fiskbúðir lyfseðilsskyldar ?
Ég held það sé kominn tími á að setja hömlur á lyfjastofnun og lyfjaeftirlitið. Heimskan sem þessar tvær stofnanir geta sýnt og framkvæmt í krafti laga til þess eins að seilast ofan í vasa almennings til að ræna ÞIG síðustu krónunni þinni er fáránleg. Það er annarri eða báðum þessum stofnunum að kenna hvað lyfjaverð er fáránlega hátt hér á landi (árviss skráningargjöld upp á hundruðir þúsunda af hverri lyfjagerð), að hlutir eins og níkótíntyggjó sé flokkað sem lyf og eingöngu selt í lyfjabúðum (halló! afhverju er tóbak ekki selt í apótekinu?) og að matvæli sem áratugum og jafnvel öldum saman hafa sannað ágæti sitt eru eyðilögð af sjimpönsum í læknaleik.
Spurning til sjimpansanna: Roaccutan er A-vítamín afleiða (isotretinoin, 12.000AE) ígildi 3mg A-vítamíns sem er margfalldur eðlilegur skammtur, ef ég man rétt. Hversvegna er venjulegt A-vítamín ekki flokkað sem lyf ? Það er jafn hættulegt eða hættulegra - ef ég tek inn nógu mikið af því. Og það get ég keypt úti í Hagkaupum.
Önnur spurning til sömu sjimpansa: Það hefur verið sannað að koffín í litlu magni sé hjartastyrkjandi, og í miklu magni veldur taugaveiklun, stresseinkennum og and-félagslegum vandamálum. Hversvegna er það ekki á lyfjaskrá ?
Bölvuð gimp, og ekkert annað.
Þegar það er rætt um frelsi hérlendis, þá er verið að ljúga að okkur. Það er ekkert frelsi á íslandi, nema þú sért stjórnvöld. Þá er frelsi til að svipta ÞIG (þegninn) réttinum til að hafa val. Þú hefur rétt á að halda kjafti, beygja þig rækilega og taka því eins og karlmaður.
![]() |
Lýsi fjarlægir efni úr vörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 5. apríl 2008
Um bloggið
Bakþankar Námsmanns
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar