Fyrir helgi ákvað ég að nú væri nóg komið af lélegum almenningssamgöngum. Hingað til hef ég verið þekktur fyrir það annarsvegar að nýta mér almenningssamgöngur skammlaust, og hitt að fara ferða minna á Vespu.
Vespuna seldi ég í vor bæði vegna þess að hún var komin til ára sinna og umboðið hafði lagt upp laupana og hinsvegar vegna þess að mér auðnaðist sú ánægja að viðbeinsbrjóta mig, og gat því lítið notað vespuna um skeið.
En nú var komið nóg. Við breytingu Strætó BS yfir í tvær ferðir á klukkutíma (og á klukkutímafresti eða sjaldnar upp á skaga) fannst mér breytinga þörf. Ég ákvað því að horfa eftir annarri vespu, en stærri en þeirri sem ég átti síðast (Piaggio Vespa ET4/50).
Ég fann vespuna sem mig langaði í. Honda Dylan 125. Litlu stærra en sú gamla, en ögn sprækari.
Þá var eftir að finna tryggingafélag. Þar sem ég vissi fastanúmerið á hjólinu sem stóð til að kaupa, þá var ekkert annað að gera en að hringja í tryggingafélögin og athuga hvað þau vildu selja mér tryggingu á. Það þarf náttúrulega að koma fram fyrirfram að ég er námsmaður í leiguhúsnæði og bíllaus og því ekki mikið af öðrum tryggingum sem ég þarf á að halda.
Fyrst var hringt í Íslandstryggingu. Þeir gátu boðið mér tryggingu á hjólið fyrir 57 þúsund á ári. Mér fannst það dýrt ( og þykir enn, þó það hafi veriðsú trygging sem ég valdi á endanum ).
Svo var hringt í Tryggingamiðstöðina. Þar var mér tjáð að trygging á þetta tiltekna hjól væri 470 þúsund á ári. 470 þúsund ! Ég get tryggt hálfan skipaflotann fyrir þann pening. Rugl og vitleysa sagði ég og þakkaði fyrir tímasóunina.
Næsta stopp: Sjóvá (ó)Almennar. Eftir að hafa fengið hjá mér kennitölu og númer ökutækis hafði sölufulltrúinn eftirfarandi að segja (nokkurnveginn orðrétt) "Ég ætla ekki að fara gera þér neitt sérstakt tilboð ef þú ert ekki með Stofn eða aðrar tryggingar hjá okkur. Tryggingin kostar 500 þúsund"
Hún ætlar ekki að gera mér neitt sérstakt tilboð afþví að ég er ekki með aðrar tryggingar hjá þeim ?
Eru bifhjólatryggingar tryggingafélaganna einhver sérstök fríðindi aðeins veitt þeim sem eiga allt til alls, tryggja það í bak og fyrir hjá einu tryggingafélagi, en öðrum kosti sleggja sem notuð er til að berja niður þá sem vilja frekar nota bifhjól af hugsjón en skemmtiþörf ?
Er það yfirleitt löglegt að krefjast þess að þú verðir að vera með aðrar tryggingar hjá tryggingafélagi til þess að fá viðunandi verð á bifhjólatryggingu ? Og er löglegt að stunda okur ? Já, okur. Það telst að okra á vöru ef þú selur hana á tíföldu því verði sem einhver annar selur hana á. Þegar svo er tekið tillit til þess að sama vara kostar í samanburðarlöndunum um fimmtung af því lægsta verði sem ég fann hér, þá er okrið orðið býsna drjúgt.
Og til að staðfesta þá mismunun sem ég tel að sé á þessum tryggingamarkaði, þá hef ég það eftir þeim sem seldi mér hjólið að hann fékk trygginguna á 30 þúsund hjá VíS þar sem hann var með tvo bíla tryggða, og þar áður var hann með litla vespu tryggða fyrir 10 þúsund ( sem ég greiddi 28 þúsund fyrir hjá Íslandstryggingu ).
Ég tel það löngu orðið tímabært að Ísland gangi inn í evrópusambandið, þó ekki væri til annars en að tryggingafélög eins og þau sænsku og ensku gætu komið inn á okkar tryggingamarkað og losað okkur undan þeirri einokunarstefnu samráðs sem risaeðlurnar á íslenska tryggingamarkaðnum hafa skapað. Við höfum enga þörf fyrir svona óþverrahátt í þjóðfélaginu og getum alveg verið laus við þetta að skaðlausu.
Um bloggið
Bakþankar Námsmanns
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.