3.4.2008 | 23:16
Það er ekki sama, Hannes og Séra Hannes.
Ekki ætla ég að rægja Hannes, enda hef ég enga ástæðu til þess. En hinsvegar vil ég minnast á hvað mér þykir skjóta skökku við hvernig Háskóli Íslands er að bregðast sjálfum sér, kennurum og nemendum - amk. þrettán þúsund manns í það heila, og svo háskólasamfelaginu öllu.
Hér á ég að sjálfsögðu við viðurlögin við ritstuldi.
Ef nemandi verður uppvís að ritstuldi í háskóla, þá er líklegra en ekki að það kosti hann stöðuna í skólanum, ásamt því að það fer á ferilskýrsluna. Hvað þýðir það fyrir einstaklinginn ? Jú, hann verður ekki tekinn sem trúverðugur innan háskólasamfélagsins af þeim sem til þekkja, og hann stundar ekki nám við þann skóla aftur.
Ritstuldur er gróft afbrot í akademíu - ef eitthvað er grófara en að falsa niðurstöður rannsóknar.
Og því spyr ég, hví er tekið svona létt á Hannesi ? Er hann sem starfsmaður Háskóla Íslands ekki fyrirmynd nemenda í verki og orði ? Hví á að taka léttar á afbroti starfsmanns HÍ en nemenda ?
Brot Hannesar kann að vrðast sumum léttvægt, það er ljóst. Og vissulega er það léttvægt í samanburði við þau afglöp sem stjórnsýsla HÍ sýnir í meðhöndlun þessa máls. Stjórnsýslan dregur línurnar, og nú hafa þeir svo sannarlega dregið línu sínum nemendum til handa sem er vægast vafasamt að fylgja eftir.
![]() |
„Ég hefði átt að vanda mig betur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Bakþankar Námsmanns
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.