Það er ekki sama, Hannes og Séra Hannes.

Ekki ætla ég að rægja Hannes, enda hef ég enga ástæðu til þess. En hinsvegar vil ég minnast á hvað mér þykir skjóta skökku við hvernig Háskóli Íslands er að bregðast sjálfum sér, kennurum og nemendum - amk. þrettán þúsund manns í það heila, og svo háskólasamfelaginu öllu.

Hér á ég að sjálfsögðu við viðurlögin við ritstuldi.

Ef nemandi verður uppvís að ritstuldi í háskóla, þá er líklegra en ekki að það kosti hann stöðuna í skólanum, ásamt því að það fer á ferilskýrsluna. Hvað þýðir það fyrir einstaklinginn ? Jú, hann verður ekki tekinn sem trúverðugur innan háskólasamfélagsins af þeim sem til þekkja, og hann stundar ekki nám við þann skóla aftur.

Ritstuldur er gróft afbrot í akademíu - ef eitthvað er grófara en að falsa niðurstöður rannsóknar.

Og því spyr ég, hví er tekið svona létt á Hannesi ? Er hann sem starfsmaður Háskóla Íslands ekki fyrirmynd nemenda í verki og orði ? Hví á að taka léttar á afbroti starfsmanns HÍ en nemenda ?

Brot Hannesar kann að vrðast sumum léttvægt, það er ljóst. Og vissulega er það léttvægt í samanburði við þau afglöp sem stjórnsýsla HÍ sýnir í meðhöndlun þessa máls. Stjórnsýslan dregur línurnar, og nú hafa þeir svo sannarlega dregið línu sínum nemendum til handa sem er vægast vafasamt að fylgja eftir.


mbl.is „Ég hefði átt að vanda mig betur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband