Hvað með fisklifur ?

Nú er lýsi unnið úr fisklifur. Það hlýtur að þýða að ekki megi selja fisklifur í fiskbúðum ?

Og hvað með fisk ? Fyrst lifrin innieldur efnið, þá er möguleiki á því að fiskurinn innihaldi það líka ?

Er þá ekki bara að gera fiskbúðir lyfseðilsskyldar ?

Ég held það sé kominn tími á að setja hömlur á lyfjastofnun og lyfjaeftirlitið. Heimskan sem þessar tvær stofnanir geta sýnt og framkvæmt í krafti laga til þess eins að seilast ofan í vasa almennings til að ræna ÞIG síðustu krónunni þinni er fáránleg. Það er annarri eða báðum þessum stofnunum að kenna hvað lyfjaverð er fáránlega hátt hér á landi (árviss skráningargjöld upp á hundruðir þúsunda af hverri lyfjagerð), að hlutir eins og níkótíntyggjó sé flokkað sem lyf og eingöngu selt í lyfjabúðum (halló! afhverju er tóbak ekki selt í apótekinu?) og að matvæli sem áratugum og jafnvel öldum saman hafa sannað ágæti sitt eru eyðilögð af sjimpönsum í læknaleik.

Spurning til sjimpansanna: Roaccutan er A-vítamín afleiða (isotretinoin, 12.000AE) ígildi 3mg A-vítamíns sem er margfalldur eðlilegur skammtur, ef ég man rétt. Hversvegna er venjulegt A-vítamín ekki flokkað sem lyf ? Það er jafn hættulegt eða hættulegra - ef ég tek inn nógu mikið af því. Og það get ég keypt úti í Hagkaupum.

Önnur spurning til sömu sjimpansa: Það hefur verið sannað að koffín í litlu magni sé hjartastyrkjandi, og í miklu magni veldur taugaveiklun, stresseinkennum og and-félagslegum vandamálum. Hversvegna er það ekki á lyfjaskrá ?

Bölvuð gimp, og ekkert annað.

Þegar það er rætt um frelsi hérlendis, þá er verið að ljúga að okkur. Það er ekkert frelsi á íslandi, nema þú sért stjórnvöld. Þá er frelsi til að svipta ÞIG (þegninn) réttinum til að hafa val. Þú hefur rétt á að halda kjafti, beygja þig rækilega og „taka því eins og karlmaður“.


mbl.is Lýsi fjarlægir efni úr vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins kannski að lesa fréttina betur félagi. Það er glúkósamín sem ekki má selja og glúkósamínið hefur verið í afurð frá Lýsi sem er fyrir liðina, en ekki í lýsinu sjálfu, því er það ekki lýsið sem er verið að banna og þar af leiðandi ekki fisklifrina því að glúkósamínið er ekki fiskafurð.

Skil reyndar ekki tímasetninguna á þessari frétt þar sem glúkósamín var bannað að selja nema í lyfjabúðum frá og með 1. október 2007, þannig að Lýsi þurfti að taka sínar afurðir úr hillum þá, sem og Heilsu sem þurfti að taka Lið Aktín úr hillum líka. En jújú auðvitað er um að gera fyrir Moggann aðsetja fram hálfs árs gamla frétt hérna.

Ég skal hins vegar taka undir orð þín um að þessar reglur séu hamlandi og óþolandi. Lið Aktín hefur lengi verið "það eina sem virkar" á fólk með lið vandamál og hef ég þau orð beint frá fólki sem vant var að kaupa þá vöru í verslunum. Margt fólk með lið vandamál er hætt að geta stundað sína reglulegu hreyfingu eftir að þessar Glúkósamín vörur voru teknar úr hillum verslana þar sem lyfjaverslanir hafa ekki getað boðið upp á vörur sem virka eins vel.

Helga (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Það er akkúrat punkturinn hjá mér. Það er óþolandi að það skuli vera eitthvað ríkisbatterí sem hefur beinar tekjur af því að hafa vit fyrir neytendum með því að geta flokkað allt mögulegt sem lyf.

Hvað "Lýsi fyrir liðina" og "Liðaktín", þá voru þessar vörur búnar að vera árum saman á markaði án þess að nokkrum yrði meint af, og flestum til bóta. Ég get ekki séð að það hafi orðið hættulegt neytendum á einni nóttu.

Mér finnst þetta frámunalega fáránlegt, en sorglegt nokk, til marks um íslenskt þjóðfélag, sem rekið er áfram af sömu takmarkalausu græðginni og forsjárhyggjunni og í BNA. Það eina sem vantar hérlendis er að Björn Bjarna fái draum sinn uppfylltan um að stofnaður verði íslenskur her, og þá er þetta sker orðið útibú af fátækasta velmegunarríki heims.

Þór Sigurðsson, 5.4.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband