9.5.2008 | 15:21
Ómerkilegur og ódýr fréttaflutningur
Hér ritaði ég fyrr í dag:
Það mætti ætla að ritstjórn MBL væri í fríi um þessar mundir ef marka má þá frétt sem þessi bloggpóstur tengist, svo og aðra frétt sem er birt sama dag.
Sá sem ritaði þessa frétt gerði það ekki undir nafni. Engu að síður vegur hann að Borgarstjóra með afskaplega ómerkilegum hætti sem ber vott um reiði og illvilja í garð Borgarstjóra (sjá textann sem er merktur með rauðu). Svona texti á ekki undir nokkrum kringumstæðum heima í fjölmiðli, og sækir hann stílinn einna helst til bloggpósta óþroskaðra unglinga (með fullri virðingu fyrir óþroskuðum unglingum, sem oftast nær sýna meiri þroska en téður fréttamaður gerir þarna).
Hvort sem þessar yfirlýsingar séu réttar eða ekki (nokkuð sem ég hef ekki kynnt mér), þá er framsetning þeirra ósmekkleg, ritstýring engin og þykir mér jaðra við meiðyrði.
Ég mæli eindregið með því við MBL að ritskoða þessa frétt hið fyrsta og láta fréttamann biðja Borgarstjóra afsökunar á ummælum, því hvort sem ummælin eru makleg eða ekki, þá eru þau nægilega ómerkileg til að draga MBL niður á plan ódýrustu æsifréttablaða sem ekkert hafa með raunverulegan fréttaflutning að gera.
Ég mælist einnig til þess að MBL láti fréttamenn sína skrifa undir nafni þegar fréttir eru birtar jafnt á vef sem á pappír. Þannig gætu lesendur þekkt aftur tiltekna fréttamenn sem hafa reynst varasamir í framsetningu, og metið traust sitt til greinanna eftir því. Nafnlaus fréttamennska er ódýr fréttamennska.
--
Ég leiðrétti sjálfan mig eftir ábendingar frá Gunnari Val og Gunnari Sturlu - þarna vegur Óskar Bergsson að borgarstjóra á hátt sem gerir lítið úr engum nema honum sjálfum. Ég stend við það sem ég sagði áður að svona fréttaflutningur á ekki rétt á sér. Hvort sem um vondan pistil frá nafnlausum fréttamanni er að ræða, eða tilvitnun í lágkúrulega yfirlýsingu, sumt á hreinlega ekki erindi á annan stað en öskuhauga borgarinnar.
Segir aðstoðarmann borgarstjóra biðjast vægðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:53 | Facebook
Um bloggið
Bakþankar Námsmanns
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki yfirlýsing Óskars Bergssonar framsóknarmanns en ekki skoðun blaðamanns MBL?
Gunnar Valur Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:49
Það sem þú merktir við í rauðu er skrifað undir nafni, ekki fréttamannsins heldur framsóknarmannsins Óskars Bergssonar :-)
Gunnar Sturla Ágústuson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 16:46
Það er reyndar rétt hjá ykkur báðum Gunnar og Gunnar, þarna eru illa staðsettar gæsalappir og vond meðferð á tilvitnun (í ritreglum um tilvitnanir kemur fram að þegar um lengri tilvitnanir er að ræða skulu þær inndregnar til að greina á milli aðalmáls og tilvitnunar).
Yfirlýsingin er engu að síður ósmekkleg, og þá kannski spurning hvort MBL hefði ekki átt að ritskoða sjálft sig og sleppa því að birta tilvitnunina í heild ?
Það er nú einusinni svo að sumt er einfaldlega ekki þess virði að bera á torg.
Þór Sigurðsson, 9.5.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.