Færsluflokkur: Tölvur og tækni
1.1.2008 | 14:11
Sammála flestu, en...
Það mætti kannski benda herra Karli Sigurbjarnarsyni á þá staðreynd að kristnin og kirkjan eru ekki þjóðararfur Íslendinga. Hvort tveggja eru bákn sem var troðið upp á íslenska þjóð óviljuga fyrir þúsundogátta árum síðan.
Það er öllu heldur kominn tími til þess að við leggjum niður kristnifræðikennslu í grunnskólum, enda á hún ekki heima þar. Í stað þess má nýta það fjármagn sem sparast til að stórauka kennslu í bókmenntum, málfræði, framsetningu og tjáningu. Félagsfræðina mætti einnig auka til muna, enda á hún að ná yfir sjálfsagða hluti eins og mannleg samskipti, gildismat, réttindi og skyldur.
Fyrir þær 655.2 milljónir króna (að frádregnum einum föstum prestslaunum) sem myndu sparast við að losa krikjuna af ríkisspenanum væri hægt að byggja upp menntakerfi sem væri umfram það sem gerist best á heimsmælikvarða, búa til menntafólk sem væri framsækið, skynsamt og öflugt, í stað þess að framleiða undirlægjur bókstafstrúar sem á ekki við nein rök að styðjast.
Heimild um fjárlög til kirkjunnar
Alvarlegt ef börn rofna úr tengslum við þjóðararfinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.12.2007 | 19:13
Enn kemur nákvæmni mbl fréttamanna lítið á óvart..
Í fréttinni er sagt með þeim afleiðingum að hugbúnaður skemmdist. Hugbúnaður. Það er á svipuðum nótum og að segja að í síðustu frétt um Grindavík, þar sem ljósi var stolið frá Lögreglunni, þá hafi lögreglumaður skemmst.
Það er vélbúnaður sem skemmist. Hugbúnaðurinn hættir síðan að virka sem afleiðing af skemmdum vélbúnaði, en hann skemmist ekki per se.
Svona svipað og að hugbúnaðurinn (hugurinn, sjálfið) í téðum fréttamanni myndi hætta að virka ef vélbúnaðurinn (heilinn) yrði fyrir skemmdum. En....
Skemmdarverk með flugeldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2007 | 01:36
MBL, fyrstir með fréttirnar...
Ja, eða þannig.
OLPC (One Laptop Per Child) verkefnið opnaði fyrir buy one, get one verkefnið 12 nóvember, og eins og kemur fram í Reuters fréttinni, þá stendur það fram að áramótum. Það sem einnig kom fram (að hluta) í Reuters fréttinni, en EKKI í MBL fréttinni er að b1g1 er aðeins aðgengilegt íbúum BNA, sem er sorglegt þar sem margir Evrópubúar hefðu eflaust nýtt sér fjármátt sinn til að gera góða hluti fyrir börn í þróunarríkjum.
Hef ég haft fjármagn til, þá hefði ég keypt nokkur hundruð vélar, og látið þær sem hingað væru sendar renna til grunnskólabarna eða leikskóla. Okkar börn læra ekki of snemma að hagnýta sér tölvur. Þau læra hinsvegar allt of snemma á leikjavélar, og því mætti breyta með þessum vélum sem byggja m.a. á samvinnu, félagslegum verkefnum (hópstarfi) og kreatífri hugsun.
Gefðu eina, fáðu eina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2007 | 01:49
Hugbúnaður á tilboði
Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá nota ég allt sem tengist tölvum, sama hvaða stýrikerfi það keyrir, og sama hvaðan það kemur. Ég læt mig varða hvort það sé gott eða slæmt og er ófeiminn við að lýsa skoðun minni þar á. Þetta sama fólk veit að ég held svolítið upp á makkann því þrátt fyrir nokkrar litlar bólur og fótvörtur, þá er þetta alveg einstaklega vel heppnað kerfi.
Mig langar því að benda á, svona fyrir jólin, að það eru í gangi nokkur góð tilboð á hugbúnaði fyrir makkann.
Til að byrja með er MacUpdate með tilboð þar sem í augnablikinu eru 11 forrit (og fjölgar eftir því sem á líður). Þau forrit sem bætast við verða aðgengileg þeim sem keyptu pakkann fyrr. Mjög góður pakki á lágu verði - innan við $50.
MacHeist er svo með keppni þar sem fást ókeypis forrit fyrir að taka þátt, og verða svo með tilboðspakka í lok keppninnar.
Give Good Food To Your Mac er svo með pakkatilboð þar sem hægt er að spara slatta.
Allt tímabundin tilboð að sjálfsögðu, sum í anda jólanna.
6.12.2007 | 10:53
Hversu auðtrúa getur fólk verið ?
Mér finnst alveg með ólíkindum að fólk skuli geta verið svona auðtrúa.
Ég á annars lager af snákaolíu sem læknar öll mein og lengir lífið um að minnstkosti hundrað ár, ef einhver vill kaupa. Bara fimmtíu þúsund, flaskan...
Fangelsuð fyrir að féfletta ættingjana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2007 | 09:54
505 Service Temporarily Unavailable
Þar sem ég er nátthrafn þá stunda ég mikið af mínum lestri og skrifum á næturnar. Nú hef ég tvær nætur í liðinni viku fengið eftirfarandi skilaboð frá mbl.is og blog.is:
Service Temporarily Unavailable
The server is temporarily unable to service your request due to maintenance downtime or capacity problems. Please try again later.
Apache Server at mbl.is Port 80
Þetta gerðist ekki fyrir breytingar á forsíðu mbl.is, þannig að það bendir til þess að einhverju meiru hefur verið breytt. Vísir að því sem koma skal ? (samsæriskenningafáninn á lofti ;) )
30.11.2007 | 10:36
Líkur benda ekki til þess að síminn hafi orðið manninum aldurtila
Lést er farsími sprakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2007 | 01:23
Sími drepur mann ?
Það kennir manni að geyma ekki GSM símann á stöðum sem manni þykir vænt um ?
(Trúlega datt hann og slasaði sig áður en síminn bráðnaði af myndum af dæma, þar sem hann var bæði rifbeins- og hryggbrotinn. Síminn hefur síðan að öllum líkindum skemmst í fallinu)
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 02:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2007 | 01:21
Frétt RÚV um snjallkort (smartcards) og auðkenni
Þar var básúnað að "loksins gæti fólk hent auðkennislyklinum sínum".
Það sem kom hinsvegar ekki fram var að til þess að geta hent lyklinum þarf að kaupa við heimilistölvuna kortalesara eins og þennan fyrir fartölvur, þennan eða þennan fyrir borðtölvur.
Þessir kortalesarar kosta frá $24.5 og upp í $44.75 í BNA. Það myndi þýða að útsöluverð hér lægi einhversstaðar í kringum fimm þúsund á stykkið hér heima.
Með það í huga að á heimili þar sem eru unglingar á "banka-aldri", þá séu líka 2-3 tölvur, þá getur þetta þýtt 10-15 þúsund í aukaútgjöld fyrir heimilið, bara svo einstaklingar geti sinnt bankaviðskiptum. Við bætist svo að fyrirtæki þurfa að kaupa þessa lesara á sínar tölvur, skólar sem halda úti tölvuverum þurfa að kaupa tugi og jafnvel hundruðir (>400 stykki fyrir HÍ eina).
Þetta eru útgjöld sem ekki er minnst á.
Ef við áætlum lauslega að það séu í kringum 200.000 tölvur í landinu sem eru "vinnustöðvar" (ferðavélar, borðtölvur) og það þarf einn lesara á hverja vél, þá er þetta kostnaður upp á einn milljarð sem öryggissjónarmið bankanna kosta landsmenn.
Þar sem bankarnir hafa hagnað að sjónarmiði (annað væri óeðlilegt), þá finnst mér harla ólíklegt að þeir séu tilbúnir til að taka á sig þann kostnað, þrátt fyrir góðan hagnað úr buddu landsmanna.
Þeim er svo frjálst og guðvelkomið að sýna fram á að ég hafi rangt fyrir mér hvað þá varðar :)
Disclaimer: 200.000 vélar er úr lausu lofti gripið. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru 87% heimila á Íslandi með internet tengingu. Til þess þarf tölvu eða annað netvænt tæki (ps3 osfrv). Samkvæmt sömu heimild voru 82700 íslendingar sem unnu við störf þar sem þeir höfðu aðgang að tölvu. Eins og kom fram í fréttum RÚV á dögunum eru konur hér að eignast einhversstaðar rúmlega eitt og hálft barn að jafnaði. Skipting karla og kvenna er tiltölulega jöfn, og því ættu að vera samtals ~87700 heimili í landinu miðað við að allar konur eigi menn og eitt og hálft barn (við vitum að svo er ekki og því eru heimili gott fleiri). Miðað við eina og hálfa tölvu per heimili ( ein heimilisvél, ein unglingsvél - hálf þar sem ekki öll heimili hafa unglinga innanborðs) og ein vél fyrir hvern íslending sem vinnur nálægt tölvu, þá erum við samt með 197.148.5 vélar. Sem er ekkert svo fjarri lagi minni úr lausu lofti gripnu tölu. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þær séu í raun mun fleiri.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2007 | 01:34
Búinn að gefast upp á Windows Vista.
Þá er ég endanlega búinn að gefast upp á öllu því sem Windows Vista er.
Ég er búinn að afrita öll mín gögn yfir á netþjóninn, ræsa vélina í Linux og set upp Windows XP sem VmWare client. Þannig get ég notað þróunartólin fyrir Windows til að klára námið, en þarf ekki að ganga í gegnum þá kvöl að nota þennan hrylling dags daglega.
Stundum velti ég því fyrir mér hversvegna fólk lætur bjóða sér svona lélega vöru. Ef bílar væru í sama gæðaflokki, þá kæmust þeir ekki einusinni út af planinu hjá bílaumboðunum án þess að það væri skipt um vél tvisvar, bíllinn málaður þrisvar og ný brotin framrúða sett í stað þeirrar brotnu sem fylgdi með bílnum.
Fuss og svei.
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar