4.6.2008 | 23:26
Þreyttur dagur, erfiðar ljósmyndir
Þá er dagurinn liðinn að lokum. Hann varð svolítið endasleppari en ég átti von á. Ég fór á röltið og gekk Tottenham Court Rd. og niður að Leicester Square. Á leiðinni gekk ég fram á niðurrifsframkvæmdir, og tók af þeim mynd. Síðan hélt ég áfram niður á torgið þar sem ég fann fínan ítalskan veitingastað. Þar fékk ég mér að borða, pasta með kjúkling. Síðan gekk ég in í Boots og keypti það nauðsynlegasta sem maður má ekki hafa með sér um borð í flug (eins og rakvélar, því maður gæti rakað einhvern til dauðs, svitaspray, því maður gæti... meh...). Þegar ég gekk til baka, þá gekk ég aftur framhjá niðurrifsframkvæmdunum. Og ég lýg því ekki, ég hef aldrei séð lundúnabúa jafn græna í framan... Það fór ekkert á milli mála, grafan sem var að rífa hafði grafið eitthvað upp. Nánar tiltekið klóak-kerfið. STÆKJA!
Þegar ég kom til baka á hótelið, þá ætlaði ég aðeins að hressa mig við. Ég lagðist útaf, hugsaði um hvað ég ætti að gera næst - og vaknaði aftur á miðnætti.
Nú er það tebolli, klára þessar skriftir og fara síðan að sofa aftur.
Hvað myndir varðar, þá er Asus Eee ekki með allt útpælt. Það kemur t.d. forrit til að breyta stærð mynda með vélinni, en skjárinn er of lítill til að ég sjái hvaða takkar eru í boði í breytiglugganum. Það er því assgoti hætt við því ef ég ætla ekki að eyða öllu fríinu í að tjónka við þessa dós, að ég sendi ekki inn neinar myndir fyrr en í lok ferðar (það er, næsta þriðjudag).
Sjáum til með það.
(og handa þeim sem spyrja afhverju breyta stærðinni: myndirnar eru 12 megapix - 4000x3000 pix )
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
tölvunarfræðingurinn kann ekki að googla flýtiskipanir fyrir myndvinnsluforritið :P
oftast alt-E og z (edit - size)
skemmtu þér vel :)
Daníel Sigurðsson, 5.6.2008 kl. 10:07
Þetta væri ekkert mál, ef ég sæi allan gluggann.
En Asus Eee er með svo svakalega lítinn skjá, að sá hluti gluggans sem inniheldur (einn eða fleiri) framkvæmdatakka er einhversstaðar uþb þar sem lyklaborðið ætti að vera :P
En já, ég skemmti mér vel - engin hætta á öðru :D
Þór Sigurðsson, 5.6.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.