6.6.2008 | 17:40
Tæknisafnið og garðarölt
Ég ákvað að í dag skyldi ég eyða tíma á National Museum of Science. Það er alltaf gaman þar, en í þetta skiptið var tæplega helmingur safnsins lokaður vegna framkvæmda. Týpískt ég. Ég eyddi þó þremur tímum í að rölta í gegnum þær sýningar sem voru opnar. Flestar sýningarnar alveg ágætar. Skipasaga höfðar ekkert sérstaklega til mín og því fékk hún litla athygli, en eitt af því sem ég kom til að sjá varð ég eiginlega fyrir vonbrigðum með. Saga tölvutækninnar byrjaði og endaði með Leibnitz og Babbage. Hvergi var minnst á Alan Turing, ekki orð á Sir Clive Sinclair eða Alan Sugar, ekki múkk um nútímabyltinguna. Í öðrum (alls ótengdum sögu tölvunarfræðinnar) útstillingum var að finna ZX80 og Apple 1. Vá...
Eftir safnaröltið þurfti ég að finna mér eitthvað annað að gera (safnið _átti_ að vera heilsdagsprógramm) svo ég fór á röltið. Rétt hjá safninu er National Gallery, og þar rétt hjá er garðurinn við Buckingham Höll. Og ekkert smá flottur garður ! Ætli ég hafi ekki verið þar í á fjórða tíma að rölta og mynda.
Núna er föstudagskvöld, og ég stefni á að fara og fá mér að borða eitthvað gott. Það er dýragarðsferð á morgun, og gott að vera vel nærður og hvíldur fyrir þá ferð - með 17000 dýr, ef ég skoða eitt dýr fjórðu hverja sekúndu, þá þarf ég þrjá heila daga til að skoða allt safnið
Í hádeginu fékk ég mér "sjoppufæði". Elduð kjötloka, túnfiskrúlla, súkkulaði-og-ávaxtakaka og gos. £4.45. Það eru innan við sjö hundruð á okurgenginu sem er í dag. Og innan við sex hundruð á eðlilegu gengi. Heima hefði þetta kostað yfir þúsundkallinn.
Spurning hvort það sé ekki einhver heima sem vill losna við mig af landi brott, og er tilbúinn til að borga mér vel fyrir að búa hérna ?
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.