Heitt, heitara og púff.

Það er heitt í London í dag.

VEL heitt.

Ég byrjaði daginn á því að fara (bent út í loftið af handahófi) þangað.

... og endaði í Hyde Park.

Það er ekki hægt að labba í gegnum Hyde Park (sem er einn stærsti almenningsgarður sem ég hef komið í - sennilega nógu stór til að planta allri Reykjavík með manni og mús þar) án þess að heimsækja The Rose Garden. Það er ein alveg einstaklega fallegur garður! Og maður lifandi lyktarupplifunin. Það eru engar sterkt lyktandi plöntur þarna, heldur aðeins mildar og vellyktandi plöntur. Auðvitað tók ég myndir þarna. Sennilega um 200 myndir eða svo Tounge

Í Hyde Park  er stórt stöðuvatn þar sem hægt er að leigja báta (bæði trampara og árabáta, þarna eru göngustígar sem eru lengri-en-ég-veit-ekki-hvað, og þarna er nóg pláss handa öllum. Fjórir hressingarskálar m.m. Ég fékk mér hressingu í "The Dell", og líkaði ágætlega, þótt þeir séu svolítið í dýrari kantinum (eins og við er að búast).

Eftir það lá leiðin niður í Oxford Street þar sem mig vantaði örlítið upp á fatakostinn til að geta talist vera með til skiptanna í 7 daga. Keypti mér 2 boli og nærur saman á 13 pund. Ágætis kaup það.

Manmergðin þar er ofboðsleg, og allir minnst jafn sveittir og ég. Það á víst enn eftir að hitna um 5 gráður, þannig að ég er assgoti hræddur um að ég þurfi íspoka áður en dagurinn er úti.. FootinMouth

En, það er restin af deginum eftir, ég farinn að kólna aðeins, svo það er best að leita á vit nýs svita og heitra stétta. Leiter fólks LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekkert afbrýðissöm, bara ekki neitt..... ;) Gerðu mér greiða og taktu smá af þessum hita og sól með þér heim! Skemmtu þér annars vel það sem eftir er ferðar :)

Kveðja

Sara

Sara (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband