9.6.2008 | 08:09
Nei, lausnin er önnur, það er rétt.
Lausnin er að fækka stórlega öldurhúsum og loka þeim í síðasta lagi klukkan eitt. Svo er að taka því af fullri hörku með drykkju og óspektir á almannafæri. Það er nokkuð sem lögreglan þarf að finna lausn á.
Lögreglan þarf til viðbótar að taka upp aftur akvæði lögreglusamþykktar sem hefur verið fellt niður í Reykjavík, þar sem tekið var fram að allur hávaði sem raskað gæti svefnró manna milli hálf tólf og sjö skuli bannaður. Og viðurlög við broti á þessarri samþykkt.
Ég er búinn að vera tæpa viku í miðborg London núna. Þrátt fyrir fjöldan allan af öldurhúsum, þá hefur alltaf verið svefnfriður hér (ég sef við opinn glugga), og starfsmenn hreinsunardeildar hafa rúman tíma til að snyrta borgina áður en pöpullinn og farfuglarnir fara á fætur. Þessvegna lítur London út fyrir að vera hrein borg, en Reykjavík út fyrir að vera munnin á holræsi heimsins.
Styttingu opnunartíma mætt af fullri hörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.