9.7.2008 | 00:09
Það er sem ég hef alltaf sagt...
Tofu eins og það er framleitt af fyrsta-heims ríkjunum er ekki mannamatur.
Í gömlu Asíu eru sojaafurðirnar látnar gerjast. Gerjunin brýtur niður efni sem eru óæskileg í soja, og úr verður efni sem er hægt að nota til manneldis.
Þessi gerjun á sér ekki stað í fjöldaframleiddum soja-afurðum.
Ekkert ósvipað því að við myndum reyna kreista eitrið úr hákarlinum okkar í stað þess að láta það síga úr - það tekst með nægum vilja - næstumþví.
Tófú tengt við elliglöp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Tóti Tölvukall
Það sem er á seyði í námi og starfi
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel orðað Þór. Ég er nú sjálfur búinn að ferðast talsvert til Asíu og auk þess frætt mig talsvert um Asíska matargerð og hollustu. (sem og aðra hollustu) Tofu er ekki bara Tofu eins og þú bendir réttilega á. Gerjun er algert lykilatriði til að þetta verði alvöru matur. Þetta vita t.d Japanir sem eru langlífasta þjóð heims. Þekking fólks á mataræði er í rugli vegna ruglingslegra upplýsinga "vísindamanna" og manneldisráðs. Upplýsingar breytast ár frá ári hvað er holt og hvað ekki.
Ekki hætta að borða Tofu. Veljið bara það rétta. Fæst í t.d í Heilsuhúsum. Tempur heitir Gerjað Tofu og er mjög hollt. T.d Tempeh.
Hættið að svo spá í svona vísindarannsóknir gott fólk og skoðið frekar hvað sagan er búinn að sanna í vissum þjóðfélögum. Við getum frekar sagt með vissu að þar sem fólk er langlíft og við góða helsu að þar er verið að gera hlutina rétt. Eins og staðan er í dag. Þá eru Japanir fremstir þegar skal fræðast um þessi mál.
Þetta er allt á netinu. Hver er sinnar gæfu smiður í þekkingu á mat sem öðru. Þangað til fólk lærir það verður þá háð misvísandi neysluþjóðfélagi.
Næring og gott líf. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 02:53
Átti auðvitað bara að vera: "T.d Tempeh" En ekki: "Tempur heitir gerjað tófu"
Næring og gott líf. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 03:01
Hvað koma vinnsluaðferðir vestrænna ríkja málinu við? Þessi rannsókn var gerð á eldri borgurum í indónesíu og eitthvað segir mér að það tofu sem þetta blessaða fólk hefur étið í gegnum tíðina hafi meira og minna verið unnið á "réttan" hátt.
Svenni (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:11
Ef þú hefðir nennt að fara eftir ráði mínu um að fræða þig sjálfur hefðir þú séð þetta.
Ég fann grein um þessa rannsókn. Þar kemur akkurat í ljós það sem ég var að segja.
he population-based study based in Indonesia found that high consumption of tofu was associated with worse memory, while high consumption of tempe (a fermented soy product) was linked to better memory, according to results published in the journal Dementia and Geriatric Cognitive Disorders.
Snarað á auðvelda Íslensku hljómar þetta svona. Rannsókninn í Indónesíu leiddi í ljós að mikil neysla á Tófu var tengt við minnisglöp. Á meðan mikil neysla á gerjuðu Tófu (Tempeh) var tengt "BETRA MINNI"
MBL.IS Er ekki að hjálpa fólki með svona misvísandi frétt. Vonandi vanda þeir sig betur í frammtíðinni. En endilega gott fólk kíkið á rannsóknina á Ensku og fræðist sjálf. Ekkert er verra en að vera fórnarlamb lélegra upplýsinga.
Þar er jafnframt leitt líkum af því að geymsluefnið "formaldehyde" sem er í ógerjuðu Tofu sé orsakavaldur elliglapana en ekki Tofuið sjálft ;)
Linkur um þetta allt: http://www.foodqualitynews.com/news/ng.asp?n=86342-soy-tofu-dementia
Næring og gott líf. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.