Er fólk virkilega hissa á því að erfiðlega skulu ganga að fá almenning til þess að nota strætó ?

Þegar hrært er í strætókerfinu jafn oft og raun ber vitni, þá er ekkert skrýtið að fólk gefist upp á því að nota þennan ferðamáta.

Það eitt að þessir apar skilgreini almenningsvagna sem „fyrirtæki með hagnaðarsjónarmið“, þá er skrattinn þegar laus. Þegar svo borgarstjórn leyfir þessu að viðgangast átölulaust, þá er síðasti naglinn sleginn í kistuna.

Persónulega get ég ekki beðið eftir því að það komi almennileg þíða svo ég geti tekið fram hjólið.

Rekstraraðilar strætisvagna Reykjavíkur og nágrenis hafa sýnt það og sannað síðustu 5 árin að þeir eru með öllu óhæfir til að stjórna og reka almenningsþjónustu.

Það eitt getur komið Strætó til bjargar að fyrirtækið sé lagt niður í núverandi mynd, og það fært „heim í hérað“ eins og var fyrir 20 árum. Rekið þetta eins og hverja aðra almenningsþjónustu (bókasöfn, skóla, osfrv.) sem ekki á að skila hagnaði, heldur veita þjónustu. Það á að vera langtímamarkmið að sparnaður náist í viðhaldi gatnakerfis og loftgæðum með því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur í stað einkabifreiðar. Sparnaðurinn á ekki að koma fram í rekstri almenningssamgangnanna sjálfra !

 


mbl.is Ferðum strætó fækkað vegna erfiðleika í rekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Vanhæf Borgarstjórn   Vanhæf Borgarstjórn    Vanhæf Borgarstjórn

Máni Ragnar Svansson, 26.1.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tóti Tölvukall

Það sem er á seyði í námi og starfi

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 448

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband