Ódýrt að hætta að reykja - eða ?

Þegar reykingamenn (reyna) hætta að reykja, þá notast margir þeirra við hjálpartól á við plástur, úða, sogstauta og tyggigúmmí. Þessar vörur eru þekktar meðal þeirra sem nýhættir eru að reykja sem rándýrir. Sjálfur hætti ég að reykja fyrir þónokkru síðan. Ég hef síðan tuggið tyggigúmmíið (2mg). Þar sem ég er námsmaður að auki, þá finn ég talsvert fyrir því að kaupa þetta blessaða tyggigúmmi, enda kostar hagstæðasti pakkinn af því heilar fjögur þúsund og þrjú hundruð krónur. Þar sem ég hef grun um að tóbak hafi hækkað talsvert síðan ég reykti ákvað ég að gera samanburð. Af tyggigúmmí tygg ég uþb tvær plötur á dag. Það er talsvert, en ég afsaka það (eins og sönnum níkótínfíkli sæmir) með því að ég er undir álagi frá námi og vaki gjarnan 18-20 tíma á sólahring. Það þýðir að stór pakki af tyggigúmmíi endist mér sjö daga að jafnaði (stundum lengur, sjaldan en kemur þó fyrir skemur). Það eru 614 krónur á dag. Í Danaveldi kostar sami pakki Kr.217,0 Danskar (Heimild), 2647 íslenskar krónur, eða 378 krónur á dag (fyrir mig). Samkvæmt heildsöluverðlista ÁTVR á tóbaki, þá kostar "hefðbundinn" sígarettupakki í dag 520 krónur, í heildsölu. Það þýðir að ef ég stofna einkahlutafélag með "smásöluverslun", kaupi inn tóbak frá ÁTVR, og sel sjálfum mér með Kr.5 álagningu, þá skilar kostnaðurinn við stofnun EHF sér til baka í "hagnaði" (já, ófaglega fram sett þar sem þetta er ekki hagnaður, heldur aðeins minni útgjöld :) ) á fjórum árum (miðað við 150þ stofnkostnað, heyrt á förnum vegi). Það er s.s. hundrað krónum ódýrara á dag að reykja en að hætta að reykja (á meðan reykingalyfið er í notkun, sem getur verið þónokkur tími fyrir sumt fólk). En svo við skoðum bara tyggigúmmíið (þar sem ég hef enga löngun til að fara sjúga stauta aftur), þá munar á dagverðinu á tyggigúmmíi hér og í Danmörku heilum Kr.236. Það eru Kr.86.410,- á ári sem íslenskar lyfjasölur ofrukka mig miðað við danska verðið. Hvernig stendur á því ? Það verður erfitt og seint talið mér trú um að það kosti 86 þúsund krónur að flytja 52 pakka af tyggigúmmi inn til landsins og koma þeim fyrir þannig að ég geti keypt þá. Og ekki verðu mér talin trú um að þessa ofurálagningu þurfi til að greiða laun, því lyfsalar hafa fyrir löngu sýnt mér fram á að tekjulindin er í sérlyfjum eins og Roaccutan (sem er oft ávísað að gagnslausu við húðvandamálum þegar vandamálin verða ekki leyst með þessu lyfi) sem kostar TR tugi þúsunda (reyndar kostaði það þegar mér var ávísað á það yfir hundrað þúsund, kúrinn, en ég átti að borga einhvern tíuþúsundkall). Fjöldinn allur af lyfjum sem ávísað er hefur svo hátt verð að álagning (sem yfirleitt er mæld í %, ekki í Kr.) er vel að standa undir launakostnaði - og öðrum kostnaði. Þessi verðmunur er einvörðungu dæmi um það okur sem viðgengst í íslensku þjóðfélagi í skjóli lagaverndar og einokunar (á höfuðborgarsvæðinu eru tvö fyrirtæki með megnið af lyfjamarkaðnum, og samkeppnin er ekki að láta mikið á sér kræla hjá hinum sem þykjast sjálfstæðir - þeim fáu sem eftir eru). Mér finnst þetta ósvífið, og mér finnst að umboðsmaður neytenda eigi að taka þetta fyrir og berja niður þessa grýlu sem orðin er til innan lyfjageirans. Til umhugsunar: Hversvegna kostar glas með 30stk. 40mg. íbúfen (Actavis) tæplega 700 krónur, en glas ávísað frá lækni með 100stk. 60mg. íbúfen aðeins ríflega 300 krónur ?

Takk Einar, takk þúsund sinnum !

Ég vil þakka þér Einar og öllum þeim sem standa að Grapewire fyrir frábært framtak við að losa bæði tónlistarmenn og viðskiptavini þeirra úr viðjum rétthafamafíunnar!

Megi vegur ykkar verða sem breiðastur og beinastur, og megi úrvalið verða sem allra mest.

Ég er búinn að kaupa mér fjögur lög (fátækur námsmaður - halló ;) ). Mig langaði að kaupa Ísland er land þitt með Agli Ólafssyni, en fann ekki. Vonandi dettur það inn líka :)

Ég segi bara enn og aftur, takk fyrir, og til hamingju með framtakið !


mbl.is Neytendum tónlistar treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lámarkslaun ? Hvað með námslán ?

Námslán eru ekki einusinni LAUN heldur LÁN. Þau eru Kr. 10.000,- lægri en téð lágmarkslaun. Námsmaður þarf að auki að standa straum af bókakostnaði á hverri önn sem er lánað fyrir aðeins að hluta.

Ekki sé ég neinn vinna í málum námsmanna. Og áður en einhver vænir mig um tvískinnungshátt - að vinna ekki í þeim málum sjálfur - ég er í námi. Það þýðir að ef ég ætla að fá það besta út úr minni fjárfestingu, þá geri ég lítið annað.

En hvernig væri nú að stjórn LÍN tæki hausinn úr sandinum og færi að huga að því að námsmenn eru EKKI ómagar á kerfinu sem verður að kasta í ölmusu, heldur eru þeir fólk sem er að bæta framtíðaþjóðfélag með því að mennta sig nú. Peningarnir skila sér margfalt aftur. HÆKKIÐ NÁMSLÁNIN.


mbl.is Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Nóv. 2007
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband