Lámarkslaun ? Hvað með námslán ?

Námslán eru ekki einusinni LAUN heldur LÁN. Þau eru Kr. 10.000,- lægri en téð lágmarkslaun. Námsmaður þarf að auki að standa straum af bókakostnaði á hverri önn sem er lánað fyrir aðeins að hluta.

Ekki sé ég neinn vinna í málum námsmanna. Og áður en einhver vænir mig um tvískinnungshátt - að vinna ekki í þeim málum sjálfur - ég er í námi. Það þýðir að ef ég ætla að fá það besta út úr minni fjárfestingu, þá geri ég lítið annað.

En hvernig væri nú að stjórn LÍN tæki hausinn úr sandinum og færi að huga að því að námsmenn eru EKKI ómagar á kerfinu sem verður að kasta í ölmusu, heldur eru þeir fólk sem er að bæta framtíðaþjóðfélag með því að mennta sig nú. Peningarnir skila sér margfalt aftur. HÆKKIÐ NÁMSLÁNIN.


mbl.is Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Já þetta er ekki sú þróun sem elur af sér kappmikla nemendur. Nemendur eru á lágum námslánum og mega ekki vinna því þá lækka lánin, hélt að nemandinn væri að taka lán ekki styrk. En málið er að á þessum lágu lánum verður fólk að vinna með skóla til að framfleyta sér, því það kostar því miður ekki lítið að vera í skóla, sérstaklega þó háskóla, bækur og skólagjöld hef ég heyrt að séu mjög dýr pakki (hef ekki gengið í gegnum háskóla svo ég þekki það ekki af raun). 

Því meira sem nemandinn þarf að vinna, því minna getur hann lagt í vinnu við skólann, sem þýðir einfaldlega að nemandinn eigi ekki þann kost að geta lagt námið undir sig gjörsamlega og þar af leiðandi lærir viðfangsefnið ekki eins vel. Fleiri falla af þeim sökum, aðrir flykkjast úr skólanum til að koma sér upp  upphæðum til að geta stundað skólann (margir vita reyndar hvernig það endar oft) og það yfirleitt af ekki hærra borguðum störfum að þau þurfa að vinna nánast tvöfalt, því það þarf jú líka að framfleyta sér meðan það er á vinnumarkaði. 

Ekki hef ég séð hér svona scholarship, eins og gengur og gerist í Bandaríkjunum, þar sem skólinn er einfaldlega greiddur algjörlega niður oftast af skólanum sjálfum, fyrir eftirsótta nemendur, þá vona ég fólk viti hvað ég meina með því. Fólk hér á beinlínis oft erfitt með að mennta sig, sérstaklega þegar það er komið eitthvað yfir tvítugt og farið að búa, jafnvel komið með krakka og hvað ekki, fólk sem hrökklaðist frá menntaveginum til að koma sér upp ágætum fjárhag og ætlaði að klára námið seinna. 

Lánin eru of lág, svo eru þau tekjutengd og þar að auki þarf fólk helst að vinna fyrir sér meðan á skólanum stendur. Ekki góð þróun nei. 

ViceRoy, 5.11.2007 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband