Fréttamaður MBL fallinn í stærðfræði ?

Á tveggja kílómetra hraða á klukkustund ætti kirkjuræsknið að komast á leiðarenda á sex tímum.

Á viku (7 dögum) væri ferðahraðinn 71 og hálfur metri á klukkustund ef ferðatíminn er heil vika, ekið allan sólahringinn.

Ég er ekkert sérstaklega sleipur í stærðfræði (eins og kennarinn minn getur eflaust borið vitni um), en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sé morgunblaðsmenn klúðra einföldustu grunnskóladæmum á hróplegan hátt.

Hann þarf þó ekki að mæta í "Ertu skarpari en skólakrakki?" til þess að stafesta stærðfræðikunnáttuna LoL


mbl.is Kirkja á tveggja kílómetra hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur úr hörðustu átt...

Í Bretlandi eru mannréttindi sama og engin. Bæði stjórnvöld og rekstraraðilar geta troðið fótum öll réttindi sem einstaklingar telja sig hafa í nafni "öryggis", "þjóðaröryggis" og "frelsi til eftirlits".

Í Þýzkalandi er skert mál- og tjáningarfrelsi. Allt sem snertir seinni heimsstyrjöldina er tabú, og það má ekki tjá sig útfyrir þann ramma sem ríkisendurskoðun sagnfræðinga hefur samþykkt. Ekki er heldur heimilt að hafa neinar pólitískar eða persónulegar skoðanir sem hægt er að rekja á neinn hátt til nasista. Ekki einusinni þær skoðanir sem gætu talist ljós hlið á nasismanum.

Þetta eru tvö af þremur stærstu áhrifaríkjum innan Evrópusambandsins. Ætla þau virkilega að fara segja Tyrkjum fyrir verkum ? Það er þá sannarlega eggið að kenna hænunni að verpa, því í Tyrklandi varð ég minna var við her, lögreglu og eftirlit en bæði í Þýzkalandi og Bretlandi. Fólk var almennt ánægðara og glaðlyndara þar en í hinum tveimur löndunum, meira að segja fátækt fólk.

Evrópusambandið er skrýtin kú.


mbl.is ESB segir umbætur í Tyrklandi ekki ganga nógu langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er búið að sanna það...

...að Wolfram 2,3 Turing vélin er universal.

Ég veit að það hefur litla þýðingu, annað en innan vísindanna, en gaman að vita það engu að síður.

Ef mér gengi betur að rekja garnirnar úr Theory of Computation kennaranum mínum, þá myndi ég kannski gera mér enn betur grein fyrir mikilvægi þess.

En afrekið vann tvítugur piltur að nafni Alex Smith, Rafmagns- og Tölvuverkfræðinemi við háskólann í Birmingham. Hann hlýtur $25.000,- fyrir í verðlaun. Fréttatilkynningin segir svo allt sem segja þarf.

Ég vildi óska þess að ég gerði mér betur grein fyrir mikilvæginu. Mér finnst eitthvað vanta. Hjá mér, þeas.


Bloggfærslur 25. október 2007

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband