9.8.2007 | 22:59
Górilluát - ekki bara hræðilegt...
Það að éta górillur er að éta dýr sem eru ekkert svo fjarskyld manninum. Í mínum huga er það næsti bær við mannát og ætti að taka á með mun harðari viðurlögum en nú er gert og fyrirbyggja með nógri fræðslu.
Við (mannskepnan) eru búin að dreifa það mikið úr okkur að nánustu ættingjar okkar hafa minna og minna land og frið til að vera til. Górillurnar í Afríku eru ekki einar. Prímatar víða um heim búa við svipuð skilyrði þar sem að þeim er þrengt, þeir veiddir til matar, fjár eða gamans og að þeim veist á ýmsan hátt sem okkur mannskepnunni þætti miður bjóðandi sjálfum, yrðum við fyrir þessu sjálf.
Þó ég telji mig ekki vera neinn sérstakan aktivista í umhverfismálum, þá er þetta málaflokkur sem ég myndi gjarnan vilja sjá ríkisstjórnir allra landa láta sig varða.
Aðeins 700 górillur eftir í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Bakþankar Námsmanns
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.