Hver segir að afrein verði að vera hægra megin ?

Hefur engum dottið í hug að það mætti færa þá akrein sem nær liggur Bústaðavegi enn nær honum, og taka Y slaufu inn á Reykjanesbrautina milli akreina ?

Mislæg gatnamót

 Það þarf svosem engan starneðlisfræðing til að rissa upp svona skissu, og enn síður þarf mikið meira en örðu af heilbrigðri skynsemi til að sjá að þó svo að hlutföllin mín séu kannski eitthvað skekkt, þá er ekkert því til fyrirstöðu að framkvæma gatnamótin á þennan hátt. Þannig væri hægt að losna við það að hrófla við Elliðaárdalnum.

Hinn möguleikinn væri náttúrulega að gera Bústaðaveginn að botnlanga við Reykjanesbraut. Þannig myndu reykvíkingar losna við gatnamótin, spara sér peninginn af framkvæmdunum og Bústaðavegurinn yrði enn á ný hættulítið hverfi en ekki aðalumferðaræð með allt of litla getu til að flytja þann fólksfjölda sem notar hann til að stytta sér leið.

En ódýrast er sennilega að gera ekkert í vegamálum. Þessi gatnamót eru ekkert sérlega hættuleg. Betra væri að reyna kenna íslendingum að keyra, kenna þeim ábyrgð og láta þá sæta ábyrgð geri þeir eitthvað af sér. Þar er málaflokkur sem vert væri að einblína á. Íslendingar í umferðinni. Og nei, okkar elskulega lögregla hefur misskilið staðreyndirnar, það er ekki hraðinn sem drepur - það er hálfvitinn við stýrið. Hvernig væri að setja svona 1/10 af því sem svona mislæg gatnamót kosta í að láta alla taka bílprófið aftur ? Enginn undanþeginn ? Eða kannski 2/10 í að setja upp myndavélar sem leita uppi "umferðartudda" ? Svo má senda tuddana á geðvonskunámskeið. Eða hirða af þeim skírteinið ef þeir láta sér ekki segjast ? Það mætti líka leita uppi þá sem valda töfum (með því að keyra of hægt eða á annan óábyrgan hátt). Það er líka hægt að gera gatnamót öruggari með því að vera með lifandi myndavélar (video) í stað kyrrmyndavéla á gatnamótum og hirða alla þá sem fara yfir á rauðu (ég sé slíkt gerast daglega, oft á dag, stundum allt að fimm bíla í einu, t.d. á mótum Laugavegs og Suðurlandsbrautar).

Það er margt hægt að gera og allt þarf ekki að kosta mislæg gatnamót. Hinsvegar, ef það þykir þurfa mislæg gatnamót, þá stendur hvergi að þau verði að koma inn á götuna frá hægri.


mbl.is Mislæg gatnamót dagar uppi í kerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta eru nú samt hættuleg og dýr gatnamót. Sjá hér http://biggibraga.blog.is/blog/biggibraga/entry/106449/

Birgir Þór Bragason, 27.9.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband