Pólitískur hórdómur ?

Það fer ekki hjá því að það fari um mann að fylgjast með því sem er að gerast í borgarstjórn Reykjavíkur þessa dagana. Lengi hefur verið vitað að framsóknarflokkurinn eltist bara við þann sem heldur á stærstu gulrótinni, skítt með hugsjónirnar. En nú ber nýtt við, því Björn Ingi hefur með nýjasta útspili sínu tekið af allan vafa um Fransóknarflokkinn. Pólitískur hórdómur - það er ekki hægt að kalla það neitt annað, að slíta stjórnarsamstarfi á jafn ómerkilegan hátt og hlaupa í fjölvændi með þeim sem hann hefur undanfarnar vikur kastað hvað mestum skít í.

Mér er spurn, í ljósi nýafstaðinna atburða, megum við Reykvíkingar fara fram á kosningar ? Það æpir allt á að það fari fram kosningar. Það æpir allt innra með mér að þessi hrákasmíð borgarstjórnar sem nú er sest verði að víkja, og það áður en þeir endanlega eyðileggja fjárhag og fegurð minnar góðu borgar.

Og Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra ? Er enginn sem sér neitt að því ?

Ég fæ það ekki af mér að setja allar þær hugsanir sem þyrlast upp í höfðinu á mér hérna, en þetta er stórslys, vægast sagt.


mbl.is Sviptingar í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þér! Ég krefst kosninga!

Finnur (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband