Upplestrarfrí og pest

Þá er ég kominn með einhverja bölvítis pest. Ekki veit ég hvaðan hún kemur, en hef krílið hana litlu frænku mína grunaða um að hafa laumað henni með sér af leikskólanum. Enda er ég á móti leikskólum. Þeir hafa neikvætt uppeldislegt hlutverk. Valda því að krakkar læra seinna að tala eins og fólk, og seinka andlegum þroska um mörg ár (skoðið bara átján ára ungling í dag samanborið við tólf ára krakka fyrir tuttugu árum... )

Allt um það, ég á að vera lesa undir próf, en ekki er pestin að hjálpa til. Mér líður eins og lungun séu gyrt ofan í buxnastrenginn, og það er enginn vafi á því að hitastillirinn er í ólagi, þó ég mælist bara með 36° með þessum handónýta hitamæli sem ég er með...

En, hálf flaska af Camus Grand V.S.O.P ætlar að gera þetta að alveg bærilegri helgarpest :) Verst að ég átti bara dreggjar eftir af Bushmills 21-árs special malt viskíinu, annars hefði þetta nú orðið hin fínasta pest ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bakþankar Námsmanns

Höfundur

Þór Sigurðsson
Þór Sigurðsson
Höfundur er Tölvunarfræðingur B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík, og M.Sc. nemi á sama stað.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Mislæg gatnamót
  • Honda Dylan 125
  • Piaggio Vespa ET4

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband