13.1.2008 | 03:27
Pepperoni og "Pepperóní"...
Sem námsmaður þarf maður oft að velta krónunni tvisvar eða þrisvar áður en henni er eytt. Ég geri þetta gjarnan í matarinnkaupum og versla því þar sem ég fæ besta verðið (sem er oftast í Bónus).
Sumt kaupi ég þó gæðanna vegna. Eitt af því sem ég leyfi mér að að nota pepproni á brauð. Og ég er vandfýsinn þegar pepperoni er annarsvegar.
Ég hef prófað allar innlendar gerðir pepperoni sem fást í stórmörkuðunum, en ekki hefur komið að því að ég kaupi erlendu (heilu) pepperoni-pylsurnar ennþá, enda svolítið meira magn en ég kem ofan í mig áður en þær skemmast.
Um daginn ákvað ég að kaupa Kjarnafæði-Pepperoni, enda er það auglýst sem hið eina sanna. Það er örlítið dýrara en samkeppnin, og stundum vill maður aðeins betra. Ég keypti bæði venjulegt KF-Pepperoni, og einn pakka sem merktur var "Extra sterkt, ekki fyrir viðkvæma".
Þar fóru á níunda hundrað krónur fyrir lítið. Báðir pakkarnir einkenndust af því sama. Pepperoni-skífurnar voru blautar af vatni, illa reyktar (of lítið reykt pylsa er mjúk og hálf hrá) og gersamlega bragðlausar. Ég hefði fengið meira oomp út úr því að smyrja paprikuosti á brauðið en ég fékk út úr Extra sterka pepperoni-inu.
Pepperoni er eins og nafnið gefur til kynna, piparpylsa. Í Kjarnafæðis-Pepperoniinu var fátt sem benti til þess að pylsan hefði nokkurntíman komist í kynni við pipar, nema ef vera skyldi á lokastigum framleiðslunnar, því eitt og eitt korn var að finna á pylsunni utanverðri. En piparbragð var ekki að finna.
Ég borgaði semsagt hátt í þúsund krónur fyrir hálfhrátt og illa kryddað kjöt í sneiðum.
Það er þó eitt gott við þetta. Ég veit á hverju ég á von. Þessi piparpylsa ratar ekki á mín borð aftur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Bakþankar Námsmanns
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef gefist upp á Kjarnafæði.
Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 03:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.