Færsluflokkur: Tölvur og tækni
12.9.2008 | 14:56
Bankarnir og græðgi
9.5.2008 | 15:21
Ómerkilegur og ódýr fréttaflutningur
Hér ritaði ég fyrr í dag:
Það mætti ætla að ritstjórn MBL væri í fríi um þessar mundir ef marka má þá frétt sem þessi bloggpóstur tengist, svo og aðra frétt sem er birt sama dag.
Sá sem ritaði þessa frétt gerði það ekki undir nafni. Engu að síður vegur hann að Borgarstjóra með afskaplega ómerkilegum hætti sem ber vott um reiði og illvilja í garð Borgarstjóra (sjá textann sem er merktur með rauðu). Svona texti á ekki undir nokkrum kringumstæðum heima í fjölmiðli, og sækir hann stílinn einna helst til bloggpósta óþroskaðra unglinga (með fullri virðingu fyrir óþroskuðum unglingum, sem oftast nær sýna meiri þroska en téður fréttamaður gerir þarna).
Hvort sem þessar yfirlýsingar séu réttar eða ekki (nokkuð sem ég hef ekki kynnt mér), þá er framsetning þeirra ósmekkleg, ritstýring engin og þykir mér jaðra við meiðyrði.
Ég mæli eindregið með því við MBL að ritskoða þessa frétt hið fyrsta og láta fréttamann biðja Borgarstjóra afsökunar á ummælum, því hvort sem ummælin eru makleg eða ekki, þá eru þau nægilega ómerkileg til að draga MBL niður á plan ódýrustu æsifréttablaða sem ekkert hafa með raunverulegan fréttaflutning að gera.
Ég mælist einnig til þess að MBL láti fréttamenn sína skrifa undir nafni þegar fréttir eru birtar jafnt á vef sem á pappír. Þannig gætu lesendur þekkt aftur tiltekna fréttamenn sem hafa reynst varasamir í framsetningu, og metið traust sitt til greinanna eftir því. Nafnlaus fréttamennska er ódýr fréttamennska.
--
Ég leiðrétti sjálfan mig eftir ábendingar frá Gunnari Val og Gunnari Sturlu - þarna vegur Óskar Bergsson að borgarstjóra á hátt sem gerir lítið úr engum nema honum sjálfum. Ég stend við það sem ég sagði áður að svona fréttaflutningur á ekki rétt á sér. Hvort sem um vondan pistil frá nafnlausum fréttamanni er að ræða, eða tilvitnun í lágkúrulega yfirlýsingu, sumt á hreinlega ekki erindi á annan stað en öskuhauga borgarinnar.
Segir aðstoðarmann borgarstjóra biðjast vægðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2008 | 10:45
Hvað með fisklifur ?
Nú er lýsi unnið úr fisklifur. Það hlýtur að þýða að ekki megi selja fisklifur í fiskbúðum ?
Og hvað með fisk ? Fyrst lifrin innieldur efnið, þá er möguleiki á því að fiskurinn innihaldi það líka ?
Er þá ekki bara að gera fiskbúðir lyfseðilsskyldar ?
Ég held það sé kominn tími á að setja hömlur á lyfjastofnun og lyfjaeftirlitið. Heimskan sem þessar tvær stofnanir geta sýnt og framkvæmt í krafti laga til þess eins að seilast ofan í vasa almennings til að ræna ÞIG síðustu krónunni þinni er fáránleg. Það er annarri eða báðum þessum stofnunum að kenna hvað lyfjaverð er fáránlega hátt hér á landi (árviss skráningargjöld upp á hundruðir þúsunda af hverri lyfjagerð), að hlutir eins og níkótíntyggjó sé flokkað sem lyf og eingöngu selt í lyfjabúðum (halló! afhverju er tóbak ekki selt í apótekinu?) og að matvæli sem áratugum og jafnvel öldum saman hafa sannað ágæti sitt eru eyðilögð af sjimpönsum í læknaleik.
Spurning til sjimpansanna: Roaccutan er A-vítamín afleiða (isotretinoin, 12.000AE) ígildi 3mg A-vítamíns sem er margfalldur eðlilegur skammtur, ef ég man rétt. Hversvegna er venjulegt A-vítamín ekki flokkað sem lyf ? Það er jafn hættulegt eða hættulegra - ef ég tek inn nógu mikið af því. Og það get ég keypt úti í Hagkaupum.
Önnur spurning til sömu sjimpansa: Það hefur verið sannað að koffín í litlu magni sé hjartastyrkjandi, og í miklu magni veldur taugaveiklun, stresseinkennum og and-félagslegum vandamálum. Hversvegna er það ekki á lyfjaskrá ?
Bölvuð gimp, og ekkert annað.
Þegar það er rætt um frelsi hérlendis, þá er verið að ljúga að okkur. Það er ekkert frelsi á íslandi, nema þú sért stjórnvöld. Þá er frelsi til að svipta ÞIG (þegninn) réttinum til að hafa val. Þú hefur rétt á að halda kjafti, beygja þig rækilega og taka því eins og karlmaður.
Lýsi fjarlægir efni úr vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2008 | 23:16
Það er ekki sama, Hannes og Séra Hannes.
Ekki ætla ég að rægja Hannes, enda hef ég enga ástæðu til þess. En hinsvegar vil ég minnast á hvað mér þykir skjóta skökku við hvernig Háskóli Íslands er að bregðast sjálfum sér, kennurum og nemendum - amk. þrettán þúsund manns í það heila, og svo háskólasamfelaginu öllu.
Hér á ég að sjálfsögðu við viðurlögin við ritstuldi.
Ef nemandi verður uppvís að ritstuldi í háskóla, þá er líklegra en ekki að það kosti hann stöðuna í skólanum, ásamt því að það fer á ferilskýrsluna. Hvað þýðir það fyrir einstaklinginn ? Jú, hann verður ekki tekinn sem trúverðugur innan háskólasamfélagsins af þeim sem til þekkja, og hann stundar ekki nám við þann skóla aftur.
Ritstuldur er gróft afbrot í akademíu - ef eitthvað er grófara en að falsa niðurstöður rannsóknar.
Og því spyr ég, hví er tekið svona létt á Hannesi ? Er hann sem starfsmaður Háskóla Íslands ekki fyrirmynd nemenda í verki og orði ? Hví á að taka léttar á afbroti starfsmanns HÍ en nemenda ?
Brot Hannesar kann að vrðast sumum léttvægt, það er ljóst. Og vissulega er það léttvægt í samanburði við þau afglöp sem stjórnsýsla HÍ sýnir í meðhöndlun þessa máls. Stjórnsýslan dregur línurnar, og nú hafa þeir svo sannarlega dregið línu sínum nemendum til handa sem er vægast vafasamt að fylgja eftir.
Ég hefði átt að vanda mig betur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 13:01
Allt á hvolfi, safnhaugurinn...
Það er mikið, Mikið, MIKIÐ að gerast þessa dagana, þessvegna er þessi færsla einskonar safnhaugur.
Ég er í þremur námskeiðum sem eru öll af hinu góða - þýðendur, gervigreind og ný tækni. Svo má náttúrulega ekki gleyma lokaverkefninu sem á ef vel á að vera að skila 35-40 vinnustundum á viku (til viðbótar við það sem fögin 3 taka).
Ekki skemmir fyrir að ég er loksins að komast aftur heim tölvulega séð og er að skipta út pé-sé haugnum mínum fyrir makkann (ég fékk mér wintel þegar ég byrjaði í náminu en það var bara námsins vegna).
Tíminn sem maður hefur til að vera til fer dvínandi og þó er lokaverkefnið ekki komið á flug. Það á því örugglega eftir að verða erfitt að finna tíma til að blogga á þessarri önn, þótt ég eigi nú örugglega eftir að henda einhverju frá mér..
Og já.. til þeirra sem stóðu að mótmælunum í Ráðhúsinu... skammist ykkar. Ekki fyrir að mótmæla, ég er fylgjandi mótmælum. En önnur eins skrílslæti hef ég bara séð á unglingasamkomum. Vægast sagt til háborinnar skammar fyrir íslenskt samfélag (sem þó hefur nóg að skammast sín fyrir).
Kári skrifar um lækkandi verð á internet þjónustu - í Danmörku. Hversvegna er ekkert fyrirtæki hérlendis sem leitast við að hugsa EKKI eins og símafélag ? Internet þjónusta er EKKI sími. Aðgengileg bandvídd er vissulega hluti aðfanga (resources) sem þarf að borga fyrir til að geta boðið upp á netveitu. Hinsvegar má spyrja sig hvaða tilgangi það þjóni að kaupa burðarliðinn af símafélagi ? Eitt af vandamálunum hérlendis er að lögnin frá Reykjavík til Seyðisfjarðar (þar sem FarIce kemur á land) er í eigu Símans. Og þeir rukka fyrir afnot á þessarri leið í blóði og afkomendum í níunda lið. Er ekki orðið tímabært að leggjast með þunga á Samgönguráðherra og krefja hann um samgöngumannvirki í eigu ríkisins frá höfuðborginni að landtöku internetsins á Austfjörðum ? Ég bara spyr..
Ég var að lesa frétt sem hljómaði eins og snemmbær dánartilkynning HD-DVD. Það er synd eiginlega. HD-DVD spilarar geta spilað bæði HD-DVD og venjulega DVD með einum geisla, á meðan Blue-Ray spilarar þurfa tvo aðskilda geisla, einn fyrir hvort snið. Blue-Ray er líka afsprengi Sony, og í ljósi aðfara Sony í tónlistar og kvikmyndamálum vítt og breitt um heiminn, þá get ég ekki með nokkru móti hvatt fólk til að kaupa Sony vörur. Mér finnst þetta því uggvænleg þróun.
Meira síðar, óver änd át.
20.12.2007 | 10:20
Það er þá kominn tími til !
Það er löngu kominn tími á að fjársektir séu tekjutengdar.
Maður með 3 milljónir á ári finnur virkilega fyrir því að hafa keyrt á 100KM/klst á 50KM/klst vegi, á meðan sá sem er með þrjú hundruð milljónir á ári hristir sektina af sér eins og gæs vatni. Það er ekki nema sjálfsagt að refsing í formi fjársektar komi jafn illa við báða aðila. Þannig ætti sá með 300millj. á ári að borga 100x hærri upphæð en hinn.
Skoðað hvort tekjutengja eigi umferðalagasektir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2007 | 01:41
Upplestrarfrí og pest
Þá er ég kominn með einhverja bölvítis pest. Ekki veit ég hvaðan hún kemur, en hef krílið hana litlu frænku mína grunaða um að hafa laumað henni með sér af leikskólanum. Enda er ég á móti leikskólum. Þeir hafa neikvætt uppeldislegt hlutverk. Valda því að krakkar læra seinna að tala eins og fólk, og seinka andlegum þroska um mörg ár (skoðið bara átján ára ungling í dag samanborið við tólf ára krakka fyrir tuttugu árum... )
Allt um það, ég á að vera lesa undir próf, en ekki er pestin að hjálpa til. Mér líður eins og lungun séu gyrt ofan í buxnastrenginn, og það er enginn vafi á því að hitastillirinn er í ólagi, þó ég mælist bara með 36° með þessum handónýta hitamæli sem ég er með...
En, hálf flaska af Camus Grand V.S.O.P ætlar að gera þetta að alveg bærilegri helgarpest :) Verst að ég átti bara dreggjar eftir af Bushmills 21-árs special malt viskíinu, annars hefði þetta nú orðið hin fínasta pest ;)
30.11.2007 | 02:07
Ódýrt að hætta að reykja - eða ?
23.11.2007 | 11:04
Takk Einar, takk þúsund sinnum !
Ég vil þakka þér Einar og öllum þeim sem standa að Grapewire fyrir frábært framtak við að losa bæði tónlistarmenn og viðskiptavini þeirra úr viðjum rétthafamafíunnar!
Megi vegur ykkar verða sem breiðastur og beinastur, og megi úrvalið verða sem allra mest.
Ég er búinn að kaupa mér fjögur lög (fátækur námsmaður - halló ;) ). Mig langaði að kaupa Ísland er land þitt með Agli Ólafssyni, en fann ekki. Vonandi dettur það inn líka :)
Ég segi bara enn og aftur, takk fyrir, og til hamingju með framtakið !
Neytendum tónlistar treystandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 22:50
Fréttamaður MBL fallinn í stærðfræði ?
Á tveggja kílómetra hraða á klukkustund ætti kirkjuræsknið að komast á leiðarenda á sex tímum.
Á viku (7 dögum) væri ferðahraðinn 71 og hálfur metri á klukkustund ef ferðatíminn er heil vika, ekið allan sólahringinn.
Ég er ekkert sérstaklega sleipur í stærðfræði (eins og kennarinn minn getur eflaust borið vitni um), en þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég sé morgunblaðsmenn klúðra einföldustu grunnskóladæmum á hróplegan hátt.
Hann þarf þó ekki að mæta í "Ertu skarpari en skólakrakki?" til þess að stafesta stærðfræðikunnáttuna
Kirkja á tveggja kílómetra hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bakþankar Námsmanns
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggvinir
Fólk sem ég les bloggið hjá reglulega
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar